flugfréttir

Sennilega voru stærstu mistök félagsins að panta Airbus A380

30. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 16:01

Qatar Airways lagði inn sína fyrstu pöntun í risaþotuna Airbus A380 árið 2001

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segir að ákvörðunin um að panta Airbus A380 á sínum tíma hafi verið stærstu mistök sem flugfélagið hafi nokkurn tímann gert og að félagið hefði á sínum tíma átt að sleppa því að panta risaþoturnar.

Þetta kom fram á netfundi þar sem Al Baker sat fyrir svörum en félagið hefur í dag 10 risaþotur og er gert ráð fyrir að þær muni allar fara úr flotanum fyrir árið 2028.

Al Baker segir að risaþoturnar eigi sér enga framtíð í flota félagsins þar sem það er engin markaður fyrir þær lengur en félagið hefur þegar lýst því yfir að fimm risaþotur munu ekki snúa aftur við í háloftin eftir að heimsfaraldrinum lýkur og þá ríkir óvissa um endurkomu á hinum fimm risaþotunum.

„Það er mín skoðun, ef ég horfi til baka, að þetta voru okkar stærstu mistök að panta Airbus A380“, segir Akbar Al Baker, en Qatar Airways pantaði fyrstu A380 risaþoturnar árið 2001 og var félagið þá níundi viðskiptavinurinn til þess að leggja inn pöntun í risaþoturnar.

Félagið pantaði fyrst tvær risaþotur en loks voru þrjár til viðbótar pantaðar á flugsýningunni í París árið 2007 og fimm til viðbótar á Dubai Air Show flugsýningunni árið 2011.

„Þetta leit allt vel út þegar risaþotan kom á markaðinn árið 2002. En því miður, með hækkandi verð á þotueldsneyti og mistök í hönnun þotunnar, þá voru þetta mikil mistök“, segir Al Baker.  fréttir af handahófi

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

IATA birtir skýrslu fyrir árið 2020 er varðar flugöryggi

31. mars 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út skýrslu með tölfræðilegar upplýsingar yfir flugöryggi í heiminum árið 2020.

Fá grænt ljós til þess að enda gjaldþrotavernd

19. maí 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian segir að félagið hafi ekki borist nein andmæli gegn endurreisnaráætlun sinni á sama tíma og gjaldþrotavernd félagsins fer að taka enda sem þýðir að Norwegian getur hafið

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00