flugfréttir

Nýtt flugfélag í Króatíu fær sína fyrstu þotu afhenta

- ETF Airways stefnir á leiguflug í sumar innan Evrópu

31. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 16:10

ETF Airways fékk flugrekstarleyfi í hendurnar þann 28. maí síðastliðinn

Nýtt flugfélag í Króatíu hefur fengið úthlutað flugrekstarleyfi frá flugmálayfirvöldum í landinu á sama tíma og félagið hefur fengið afhenta sína fyrstu farþegaþotu sem er af gerðinni Boeing 737-800.

Nýja flugfélagið heitir ETF Airways og stefnir félagið á að fá aðra þotu sömu gerðar afhenta snemma í júní og þá standa yfir samningaviðræður um þá þriðju sem verður ekki afhent fyrr en á næsta ári.

Fyrst þota félagsins er tekin á leigu frá flugvélaleigunni AerCap og er þotan 20 ára gömul og var hún áður í rekstri hjá ASL Airlines France. Þotan var ferjuð frá Belgrad til Pula þann 22. maí síðastliðinn.

ETF Airways stefnir á leiguflug utan Króatíu og sér félagið fram á næga eftirspurn á markaðnum þegar sólarlandaferðir fara að taka við sér að loknum heimsfaraldri.

„Markaðurinn er að taka við sér mjög fljótt núna þegar byrjað er að aflétta ferðatakmörkunum eftir faraldurinn. Eftirspurn eftir flugi er farin að aukast hraðar en vonir voru bundnar við“, segir Stjepan Bedic, framkvæmdarstjóri ETF Airways.

Flugfélagið mun þó ekki útiloka að fljúga einhverjar flugferðir til og frá Króatíu en ætlar að öðru leyti ekki að blanda sér í samkeppnina við Ryanair sem hefur sterka stöðu á markðanum í áætlunarflugi til og frá landinu.  fréttir af handahófi

Þreyttist á “níu til fimm” og skráði sig í flugnám

26. apríl 2021

|

Stuttu eftir að hann útskrifaðist úr námi í viðskiptafræði frá University of West Florida fann Marteinn Urbancic að „níu til fimm“ skrifstofulífið var ekki fyrir sig og ákvað að skipta um stefnu.

Boeing 737 MAX 10 mun fljúga sitt fyrsta flug á næstu dögum

1. júní 2021

|

Boeing undirbýr sig nú fyrir fyrsta flug Boeing 737 MAX 10 þotunnar sem er lengsta útgáfan af MAX vélunum en stefnt er á að 737 MAX 10 fljúgi sitt fyrsta flug á næstu dögum.

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00