flugfréttir

Dómstóll skipar Air India til þess að endurráða 61 flugmann

2. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 18:48

Dreamliner-þota frá Air India

Hæstiréttur á Indlandi hefur skipa flugfélaginu Air India tl þess að draga til baka uppsagnir á 61 flugmann og ráða þá aftur til starfa en flugmönnunum var sagt upp vegna heimsfaraldursins.

Air India sendi flugmönnunum uppsagnarbréf fyrir 10 mánuðum síðan en dómstóll í Delhí hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppsagnirnar voru ólögmætar og þá hefur félaginu einnig verið gert að greiða þeim þau laun sem þeir eiga sinni fyrir tímabilið frá apríl fram til ágúst í fyrra.

Fram kemur að flugmennirnir sextíu og einn höfðu upphaflega sagt upp störfum í júlí árið 2019 en drógu síðan uppsagnirnar sínar til baka innan sex mánaða uppsagnarfrestsins en Air India sendi þeim í ágúst í fyrra bréf þar sem fram kom að ekki væri óskað eftir því að þeir kæmu aftur til starfa.

Air India réttlætti ákvörðun sína á þeim forsendum að ekki væri þörf fyrir flugmennina á þeim tíma sem þeir óskuðu eftir því að ganga aftur til liðs við flugfélagið og væri það meðal annars vegna þeirra breytinga sem höfðu átt sér stað í flugiðnaðinum vegna heimsfaraldursins.

Hluti af flugmönnunum höfðu þegar verið við störf hjá flugfélaginu og tóku vaktir án þess að vita að deginum áður hefði þeim verið sagt upp störfum.

Fjörtíu flugmenn höfðuðu hópmálsókn gegn Air India og fóru fram á að dómstóll myndi þvinga stjórn flugfélagsins til þess að ráða þá aftur til starfa.

Þrátt fyrir að niðurstaða dómsins sé að Air India beri að ráða flugmennina aftur þá geta flugmennirnir ekki átt von á því að fá starf sitt aftur strax þar sem önnur bylgja af kórónaveirufaraldrinum gengur nú yfir Indland og aðeins fáir flugmenn fá einhverjar vaktir til þess að fljúga.  fréttir af handahófi

Stefna á að allur flugflotinn verði komin í loftið í maí

30 mars 2021

|

Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur tilkynnt að félagið stefni á að alla flugvélar í flota félagsins verði farnar að fljúga aftur í maí en félagið hefur séð fram á gríðarleg aukningu á bók

Afkoma Isavia neikvæð um 13.2 milljarða

26. mars 2021

|

Isavia hefur birt tölum um afkomu fyrirtækisins eftir árið 2020 en þar kemur fram að í fyrra var afkoma Isavia samstæðunnar neikvæð um 13,2 milljarða króna eftir skatta, sem er um 14,4 milljarða króna

JetBlue hefur sölu á flugmiðum til London Heathrow

19. maí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue hefur hafið sölu á farmiðum yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til London og er félagið með því tilbúið að hefja áætlunarflug til Evrópu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00