flugfréttir

20.000 fermetra viðbygging á KEF verður tekin í notkun 2024

- Fyrsta skóflustungan var tekin í gær og eru framkvæmdir að hefjast

2. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 19:19

Tölvugerð mynd af viðbyggingunni á Keflavíkurflugvelli

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20 þúsund fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

Framkvæmdir við bygginguna eru að hefjast og áformað að hún verið tekin í notkun árið 2024. Áætlaður heildarkostnaður er 20,8 milljarðar króna. Verkefnið er mikilvægur liður í uppbyggingaáætlun flugvallarins. Þjónusta við farþega batnar og afkastageta flugvallarins eykst.

Samið hefur verið við verktakafyrirtækið Ístak um jarðvinnu vegna viðbyggingarinnar, sem rísa á austur af núverandi flugstöðvarbyggingu. Áður en skóflustungan var tekin undirrituðu Sveinbjörn og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, verksamning um jarðvinnuna sem hefst nú af krafti.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í gröfu frá Ístak tekur skóflustungu

„Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Ákvörðun okkar frá í vetur um að auka hlutafé í Isavia sendi skýr skilaboð um að þrátt fyrir tímabundið ástand í heimsfaraldri vissum við að bjartari tíð væri fram undan. Hlutafjáraukningin greiðir fyrir mikilvægum umbótum á Keflavíkurflugvelli og styrkir okkur enn frekar í alþjóðlegri samkeppni um þá farþega sem glaðir vilja ferðast á ný eftir faraldurinn.

Um leið er þetta góða verkefni innspýting í efnahagslífið. Fjölmörg ný störf verða til, ekki síst á Suðurnesjum, en það góða svæði mun nú taka við sér af krafti eftir tímabundna lægð í faraldrinum,” segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efanhagsráðherra, fyrir skóflustungu

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og starfsfólk félagsins fögnuðu þessum tímamótum á Keflavíkurflugvelli. „Flugstöð er flókinn innviður. Margt þarf að spila saman og ganga upp,“ segir Sveinbjörn. „Með þessari nýju austurbyggingu verður umbylting á farangursmóttöku og á efri hæð fæst meira verslunarrými og biðsvæðið stækkar.

Þá bætast við fjögur ný hlið með landgöngubrúm sem er gríðarlega stórt skref í átt að bættri þjónustu við flugfélög og flugfarþega. Hlutafjáraukningin gerði einmitt það að verkum að við gátum stækkað umfang áður fyrirhugaðra framkvæmda og flýtt nokkrum þáttum verksins. Það á eftir að koma sér afar vel í framtíðinni.“

Nýja viðbyggingin á Keflavíkurflugvelli verður 20.000 fermetrar á stærð  fréttir af handahófi

JetBlue hefur sölu á flugmiðum til London Heathrow

19. maí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue hefur hafið sölu á farmiðum yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til London og er félagið með því tilbúið að hefja áætlunarflug til Evrópu.

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Flugbúðir fyrir ungt fólk haldnar á ný í sumar

26. maí 2021

|

Flugakademía Íslands mun bjóða upp á Flugbúðir fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 16 ára dagana 10. - 12. ágúst næstkomandi. Flugbúðirnar eru tilvalinn vettvangur fyrir þau sem hafa brennandi áhuga á f

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00