flugfréttir

KLM flýgur til næstum allra borga á ný í Ameríku

3. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:05

Flugvélar KLM Royal Dutch Airlines á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur tilkynnt að félagið sé í dag að fljúga til næstum því allra þeirra áfangastaða í Norður-Ameríku sem félagið flaug til áður en heimsfaraldurinn skall á.

Í sumar mun félagið til 16 áfangastaða í Norður-Ameríku eða aðeins einum áfangastaði færri en félagið flaug til árið 2019 en þá flaug félagið til 17 borga í álfunni en eini áfangastaðurinn sem félagið mun ekki fljúga til í sumar er Salt Lake City.

Félagið mun næsta vetur bæta við tveimur nýjum borgum í leiðarkerfið í Norður-Ameríku og verður félagið því komið yfir fjölda áfangastaða samanborið við árið 2019 en þeir áfangastaðir eru Cancun í Mexíkó og Orlando í Flórída.

Þrátt fyrir að félagið muni fljúga í sumar til næstum því allra áfangastaðanna þá verður framboðið mun minna og verður flogið mun sjaldnar til þeirra heldur en árið 2019.

„KLM er að undirbúa sig undir að auka frambðið um leið og eftirspurnin eykst en eins og staðan er í dag þá er leiðarkerfið til Bandaríkjanna mjög sveiganlegt“, segir Pierer Elbers, framkvæmdarstjóri KLM.

Flugfélagið hollenska hefur einnig tilkynnt um endurkomu sína til annarra áfangastaða í löndum á borð við Tæland, Kenýa, Barbados og Trinidad og Tobago og er vonast til þess að hægt verð að fljúga þangað í nóvember til þess að bjóða upp á sólarlandaferðir þegar veturinn tekur yfir Evrópu.

KLM er hægt og rólega að taka við sér eftir heimsfaraldurinn líkt og önnur flugfélög en tíðni flugferða verður hinsvegar mun minni til að byrja með og verður flogið til margra áfangastaða með viðkomu á öðrum stöðum eða boðið upp á áframhaldandi flug með öðrum flugfélögum sem KLM á í samstarfi við.  fréttir af handahófi

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

Ryanair býst við enn frekari seinkun á 737 MAX 200

18. maí 2021

|

Flest bendir til þess að enn verði seinkun á því að Ryanair fái afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotu eða Boeing 737-8200 eins og flugvélaframleiðandinn kýs að nefna þotuna.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00