flugfréttir

United Airlines pantar 15 hljóðfráar farþegaþotur

- Stefnt er á að Overture-þotan geti byrjað að fljúga með farþega árið 2029

4. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:19

Tölvugerð mynd af Overture-þotunni frá Boom Technology í litum United Airlines

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn pöntun í fimmtán hljóðfráar þotur sem eru á teikniborðinu og í þróun hjá fyrirtækinu Boom Technology í Denver í Colorado.

Með þessu stefnir United Airlines á að endurvekja farþegaflug á hljóðhraða en tæplega 20 ár eru liðin frá því að almenningi bauðst upp á að fljúga á tvöföldum hljóðhraða en slíkt lagðist niður árið 2003 eftir að British Airways og Air France hættu með Concorde-þotuna.

Boom Technology var stofnað árið 2014 og hefur fyrirtækið unnið að þróun á flugvél sem nefnist Boom Overture sem á að ná hraðanum Mach 1.7 sem samsvarar hraða upp á 1.000 hnúta (knots) eða 1.852 kílómetra hraða.

Samningurinn sem United Airlines gerði við Boom Technology í gær hljóðar upp á fimmtán Boom Overture hljóðfráar þotur með kauprétt á 35 þotum til viðbótar og hafa verið birtar tölvugerðar myndir af þotunni í litum United Airlines þar sem sjá má að þotan minnir óneitanlega mikið á Concorde-þotuna.

Frá Newark og London Heathrow á 3:30 klukkustund

Um kaupsamkomulag er að ræða og verða kaupin staðfest um leið og þotan hefur náð að uppfylla bæði öryggisstaða flugmálayfirvalda og United Airlines og uppfylla kröfur um flugrekstur og aðra þætti en bæði United Airlines og Boom Technology munu vinna að því að ná að uppfylla þessi skilyrði.

Samkvæmt áætlun þá verður fyrsta farþegaþotuútgáfan af Boom Overture tilbúin úr lokasamsetningu árið 2025 og er gert ráð fyrir að þotan muni fljúga jómfrúarflugið árið 2026 og er stefnt á fyrsta farþegaflugið árið 2029. Stærsti hjallinn verður að fá flughæfnisvottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og víðar

Mögulega getur United Airlines byrjað að fljúga farþegaflug með Overture-þotunni árið 2029

Boom Overture þotan mun ná að fljúga yfir Atlantshafið helmingi hraðar en farþegaþotur fljúga í dag og er gert ráð fyrir að þotan geti flogið milli áfangastaða á austurströnd Bandaríkjanan til borga í Evrópu á innan við fjórum tímum.

Meðal þeirra flugleiða sem koma til greina sem United Airlines gæti nýtt þotuna í er flug á milli Newark og London Heathrow á 3:30 klukkustund, frá Newark til Frankfurt á 4 tímum og þá gæti félagið flogið frá San Francisco til Tókýó á aðeins sex tímum.

Boom Technology hefur í dag fengið pantanir í 70 Overture-þotur og er fyrirtækið meðal annars í samstarfi við bandaríska flugherinn um þróun á útgáfu af þotu fyrir ríkisstjórn Bandaríkjanna.

Fyrirtækið lauk í fyrra við smíði á XB-1 sem er sérstök tilraunaútgáfa af Overture en þó í smærri mynd og er verið að undirbúa þá þotu fyrir flugprófanir sem eiga að hefjast á þessu ári.  fréttir af handahófi

Isavia semur við Verkfræðistofu Suðurnesja

4. maí 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Verkfræðistofu Suðurnesja um framkvæmdaeftirlit og ráðgjöf vegna nýrrar viðbyggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Spænskt flugfélag sækir um styrk fyrir rafmagnsflugvél

26. mars 2021

|

Spænska lágfargjaldafélagið Voletea hefur greint frá því að félagið hafi sótt um styrk upp á 6.3 milljarða króna úr björgunarsjóði á vegum Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins til þess að fjárfesta

24 flugmenn ráðnir til baka hjá Icelandair

27. apríl 2021

|

Icelandair ætlar að ráða 24 flugmenn aftur til starfa sem bætast við þá 160 flugmenn sem nú þegar hafa verið að störfum hjá félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00