flugfréttir

Belavia verður bannað að fljúga til Evrópu

- Evrópa leggur drög að viðskiptaþvingunum á Hvíta-Rússland

4. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:47

Embraer E175 farþegaþota frá Belavia

Evrópusambandið stefnir á að banna allt áætlunarflugi á vegum Belavia, ríkisflugfélags Hvíta-Rússlands, til Evrópu auk þess að setja á höft við flugi á vegum félagsins í evrópskri lofhelgi en fram kemur að evrópsk stjórnvöld sé að hraða ferlinu við að innleiða bannið.

Einnig stendur til að setja á viðskiptaþvinganir á Hvíta-Rússland og er talið að sendiherrar allra 27 aðildarríkja ESB muni samþykkja viðskiptabann síðar í þessum mánuði.

Höftin munu einnig ná til starfsemi fyrirtækja í flugiðnaði í landinu og hefta samstarf og tengsl við Evrópu og þá getur bannið einnig haft áhrif á starfsemi fraktflugfélagsins Transiaviaexport Airlines sem er skráð í höfuðborginni Minsk.

Aðdragandinn er atvik sem átti sér stað er farþegaþota frá Ryanair var þvinguð til þess að lenda í Hvíta-Rússlandi þann 23. maí sl. á leið sinni frá Aþenu til Vilnius í þeim tilgangi að hægt væri að handtaka farþega um borð sem reyndist vera blaðamaðurinn og aðgerðarsinninn Roman Protasevich.

Ekki er vitað hvort að bannið muni hafa áhrif á leigusamninga á flugvélum á vegum Belavia en flugfélagið er með þotur á leigu frá evrópskum flugvélaleigum á borð við Nordic Aviation Capital í Danmörku og AerCap á Írlandi.  fréttir af handahófi

Flugmaður opnar kaffihús með flugtengdu þema í Belfast

23. mars 2021

|

Þeir eru fjölmargir flugmennirnir í heiminum sem hafa misst störf sín og þurft að frá að hverfa úr stjórnklefanum og snúa sér að störfum í öðrum iðnaði vegna heimsfaraldursins.

Fyrsti ratsjársvarinn fyrir dróna sem fær vottun frá FAA

8. apríl 2021

|

Fyrirtækið uAvionix hefur sett á markað fyrsta ratsjársvarann fyrir dróna sem hefur fengið vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

Sennilega voru stærstu mistök félagsins að panta Airbus A380

30. maí 2021

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segir að ákvörðunin um að panta Airbus A380 á sínum tíma hafi verið stærstu mistök sem flugfélagið hafi nokkurn tímann gert og að félagið hefði á sín

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00