flugfréttir

Rætt um að sameina lofthelgi Finnlands og Eistlands

- Eitt flugumferðarsvæði sem stjórnað væri af báðum löndunum í sameiningu

7. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:40

Svo gæti farið að sameiningin á flugumferðarsvæðunum tveimur taki í gildi strax á næsta ári

Finnland og Eistland eiga í viðræðum um möguleikann á því að sameina flugumferðarsvæði landanna tveggja í eitt loftrými og gæti sameiningin tekið í gildi snemma á næsta ári.

Bæði löndin segja mikinn ávinning að því að sameina loftrými landanna tveggja í eitt svæði og með því gætu flugumferðargjöld lækkað, kolefnaútblástur gæti minnkað auk þess sem hægt væri að taka á móti meiri flugumferð.

Nýtt sameinað flugstjórnarsvæði kæmi með miðstýrðum aðgangi sem býður upp á aukið flugöryggi og væri svæðinu stjórnað í gegnum eitt og sama kerfið sem væri samt sem áður starfrækt í báðum löndum með stjórnstöð í Vantaa og í Tallinn.

„Þetta gæti verið notað eins og þessu væri stjórnað af einu og sama teyminu. Finnar geta stjórnað því sem er að gerast í lofthelginni yfir Eistlandi og öfugt. Á einhverjum tímapunkti gætu Finnar stjórnað öllu sem er að gerast í Eistlandi í eina klukkustund eða tvo og síðan væri gert hlé og Eistar taka yfir og stjórna líka umferðinni yfir Finnlandi“, segir Raine Luojus, framkvæmdarstjóri Fintraffic.

Með sameinuðu kerfi væri hægt að lækka rekstarkostnað yfir flugumferðarsvæðunum og þá myndi þetta auðvelda flugfélögum að setja upp flugleiðir sem eiga leið í gegnum þessi tvö svæði.

„Í Evrópu er hvert og eitt flugumsjónarsvæði frekar lítið en hvert land hefur sitt eigið fyrirtæki sem veitir leiðsöguþjónustu og flugupplýsingar. Þar sem að hvert land hefur sitt eigið kerfi sem rekið er til þess að veita þessar upplýsingar þá eykst kostnaðurinn“, segir Luojus.

Luojus hefur tekið fram að sameiningin eigi ekki eftir að valda uppsögnum á starfsmönnum og kemur fram að eiginlega gæti þetta þýtt frekar að þetta muni skapa fleiri störf.  fréttir af handahófi

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Neita að semja við verkalýðsfélög á Ítalíu

27. apríl 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air segist ekki ætla að koma til móts við kröfur ítalskrar verkalýðsfélaga um að ná sáttum við samningaborðið á sama tíma og félagið hefur aukið umsvif sín til muna

Auka flugdrægið á A220-300

23. mars 2021

|

Airbus ætlar að auka flugdrægið á Airbus A220-300 þotunni (CSeries CS300) með því að bjóða upp á útgáfu af flugvélinni með auknum flugtaksþunga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00