flugfréttir

Ráðningar að fara mun hraðar af stað en búist var við

- Bandarísku flugfélögin búa sig undir að ráða áhafnir af fullum krafti

7. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 22:44

Fljótlega eftir að dreifing á bóluefni hófst vestanhafs byrjuðu flugfélögin vestanhafs að huga að ráðningum á nýjan leik

Bandarísk flugfélög eru óðum að koma sér í gírinn fyrir væntanlega uppsveiflu í fluginu eftir heimsfaraldurinn og eru flest flugfélög vestanhafs farin að undirbúa sig fyrir að ráða aftur starfsfólk.

Gert er ráð fyrir að flestar ráðningar varði flugfreyjur og flugþjóna en þrjú stærstu flugfélög Bandaríkjanna, American Airlines, Delta Air Lines og United Airlines, hafa lýst því yfir að þau séu þegar byrjuð að auglýsa eftir starfsfólki og séu enn fleiri ráðningar á döfunni á næstu vikum og mánuðum.

Sara Nelson, formaður samtakanna Association of Flight Attendants, sem er eitt stærsta starfsmannafélag Bandaríkjanna í flugiðnaðinum, segir að í dag séu um 80.000 flugfreyjur og flugþjónar sem starfa í greininni og er talið að sú tala fari yfir 100.000 innan tveggja ára.

Fram kemur að ráðningar í flugtengd störf séu að hefjast fyrr en gert var ráð fyrir - „Ég myndi segja að þetta er að koma svolítið á óvart að þetta sé strax farið að gerast og er þetta án efa sterkt vísbending um að bataferlið eigi eftir að gerast hratt“, segir Philip Baggaley, yfirmaður yfir greiningardeild á flugsviði hjá fyrirtækinu Standard & Poors.

Almennt séð er flugumferð ekki enn farinn að nálgast þann fjölda flugferða sem farnar voru fyrir faraldurinn og eru ferðalög í viðskiptaerindum enn í sögulegu lágmarki og þá hefur fjöldi millilandaflugferða til og frá Bandaríkjunum aukist frekar hægt.

Þrátt fyrir það þá er bókunum að fjölga gríðarlega meðal fólks sem er að ferðast sér til skemmtunar á styttri flugleiðum og slíkar bókanir á fargjöldum meðal bandarískra flugfélaga er farnar að nálgast sama fjölda og var fyrir faraldurinn sem kallar á þörf eftir fleira starfsfólki meðal flugfélaganna.

Flest af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sjá þörf á því að hefja ráðningar á starfsmönnum sem fyrst til að koma til móts við mikla aukningu í bókunum

Um 757 þúsund manns voru á launaskrá hjá bandarískum flugfélögum í febrúar árið 2020, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á, sem var mesti starfsmannafjöldi meðal flugfélaganna vestanhafs frá því daganna fyrir 11. september árið 2001.

Flugfélögin sögðu upp um 18 prósent af starfsfólki sínu árið 2020 en botninum var náð í október í fyrra en eftir að dreifing hófst á bóluefninu við COVID-19 fóru flugfélögin að hefja ráðningar hægt og rólega á ný og hafði starfsmannafjöldinn aukist um 6% í mars á þessu ári.

Séð er fram á að enn fleiri starfsmenn eigi eftir að verða ráðnir fyrir lok ársins en bandarísku flugfélögin vilja fara mjög varlega í að spá fyrir um hversu margir verða ráðnir í ár.

Nelson segist ekki eiga von á því að flugfélögin eigi eftir að verða í vandræðum með að ráða aftur starfsfólk þar sem laun flugfreyja og flugþjóna eru allt að 600.000 á mánuði og þá geta laun flugmanna verið tvöföld sú upphæð.

Hinsvegar þarf einnig að ráða marga flugmenn til baka þar sem margir þeirra þáðu uppsagnarpakka með starfslokagreiðslum árið 2020.

„Það voru margir sem yfirgáfu hreinlega flugiðnaðinn í fyrra fyrir fullt gg allt og munu ekki snúa aftur í háloftin. Meirihlutinn mun koma aftur og vilja komast aftur í loftið. Þetta er þannig starf að það er í blóðinu hjá flestum“, segir Nelson.

Mörg greiningar- og ráðgjafarfyrirtæki innan flugsins sjá fram á að enn verri skortur á flugmönnum bíði handan við hornið eftir heimsfaraldurinn og hafa margir flugskólar búið sig undir mikla ásókn í flugnám og hefur einn af stærstu flugskólum Bandaríkjanna opnað nokkur ný útibú í landinu þar sem ekki hefur dregið úr aðsókn í flugnám þrátt fyrir ástandið í fluginu síðustu mánuði.  fréttir af handahófi

Afkoma Airbus aftur komin út í hagnað

3. maí 2021

|

Afkoma Airbus er aftur komin út í hagnað eftir fyrsta ársfjórðunginn á þessu ári en flugvélaframleiðandinn evrópski varar við því að áhrifin af heimsfaraldrinum eru samt sem áður langt frá því að ver

Neita að semja við verkalýðsfélög á Ítalíu

27. apríl 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air segist ekki ætla að koma til móts við kröfur ítalskrar verkalýðsfélaga um að ná sáttum við samningaborðið á sama tíma og félagið hefur aukið umsvif sín til muna

Ráðningar að fara mun hraðar af stað en búist var við

7. júní 2021

|

Bandarísk flugfélög eru óðum að koma sér í gírinn fyrir væntanlega uppsveiflu í fluginu eftir heimsfaraldurinn og eru flest flugfélög vestanhafs farin að undirbúa sig fyrir að ráða aftur starfsfólk.

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00