flugfréttir

Vilja ekki fá fleiri A350 þotur afhentar í bili frá Airbus

- Gera hlé á afhendingum vegna óánægju með málningarvinnu

9. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:05

Qatar Airways hefur í dag fengið 53 þotur afhentar af gerðinni Airbus A350

Qatar Airways hefur ákveðið að bíða með að fá fleiri Airbus A350 breiðþotur afhentar frá Airbus þar sem flugfélagið er óánægt með atriði er varðar gæði á lokafrágangi á þotunum.

Flugfélagið segir að það muni einnig kyrrsetja nokkrar þotur sem félagið hefur þegar tekið við þar til að vandamálið verður lagfært svo það uppfylli gæðakröfur Qatar Airways.

Qatar Airways hefur ekki viljað gefa formlega upp um hvað málið snýst en áður hefur komið fram að það varðar frágang á málningarvinnu á einni tiltekinni Airbus A350 þotu og er sagt að flugfélagið hafi síðar uppgötvað að fleiri þotur hafi ekki verið nægilega vel málaðar í litum félagsins.

Qatar Airways er stærsti viðskiptavinurinn er kemur að Airbus A350 þotunum og hefur félagið tekið við 53 þotum af gerðinni Airbus A350-900 og A350-1000 en félagið hefur ekki gefið upp hvað vandamálið nær til margra flugvéla.

„Qatar Airways fer fram á að það sé fullur skilningur hjá Airbus á vandamálinu og að orsök þess verði fundin og það lagfært áður en við tökum við fleiri Airbus A350 þotum“, segir í yfirlýsingu.

Flugfélagið ákvað í júní í fyrra að fresta öllum afhendingum á nýjum þotum frá Boeing og Airbus vegna heimsfaraldursins en félagið hafði síðan lýst því yfir að afhendingar myndu hefjast á ný samkvæmt áætlun þar til að vandamálið kom upp er varðar A350 þoturnar.  fréttir af handahófi

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Afkoma Isavia neikvæð um 13.2 milljarða

26. mars 2021

|

Isavia hefur birt tölum um afkomu fyrirtækisins eftir árið 2020 en þar kemur fram að í fyrra var afkoma Isavia samstæðunnar neikvæð um 13,2 milljarða króna eftir skatta, sem er um 14,4 milljarða króna

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00