flugfréttir

Þotu snúið við með farþega sem fór ekki í gegnum öryggisleit

- Notaði gamlan starfsmannapassa til að sleppa við biðröð í vopnaleit

9. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:30

Airbus A321 þota frá American Airlines

Farþegaþota frá American Airlines þurfti í gær að snúa við aftur til brottfararstaðar eftir að tilkynning barst um að einn farþegi hafði ekki farið í gegnum öryggisleit á flugvellinum áður en hann fór um borð í flugvélina.

Þotan, sem er af gerðinni Airbus A321, var á leiðinni frá Charlotte í Norður-Karólínu til Cancun í Mexíkó þegar flugmennirnir fengu skilaboð þess efnis að um borð í flugvélinni væri einn farþegi sem hafði ekki farið í gegnum öryggisleit fyrir brottför.

Fram kemur að þotan hafi verið í flugtaksklifri og var hún í nágrenni Charlotte/Douglas flugvallarins þegar flugmennirnir snéru við og lentu aftur skömu síðar en lögreglan í Charlotte fór um borð og handtók farþegann sem sat í fremstu sætaröð á fyrsta farrými.

Farþeginn, sem er fertugur, hafði komist framhjá öryggisleitinni með því að fara út um starfsmannainngang og fór hann þaðan út á flughlaðið og tókst með því að ganga beint um borð í flugvélina.

Fram kemur að farþeginn, sem heitir Narada Wilson, var áður starfsmaður flugfélagsins Piedmont Airlines og hafði hann notað aðgangspassa sem hann hafði enn í fórum sínum til að komast út um dyrnar til þess að sleppa við að bíða í röðinni við öryggisleitina.

Starfsmaður á flugvellinum kom auga á Wilson þar sem hann notaði aðgangspassann til þess að komast út um dyrnar og lét hann yfirvöld á flugvellinum vita tafarlaust en hinsvegar var of seint að stöðva þotuna þar sem það var það stutt í brottför.

Charlotte/Douglas flugvöllurinn hefur verið töluvert í fréttum að undanförnu vestanhafs þar sem mjög langar biðraðir hafa myndast reglulega við öryggisleitina og hafa fjölmargir farþegar kvartað undan röðinni.

Raðirnar hafa verið það langar að farþegar hafa til að mynda misst af flugi og sl. laugardag voru hundruðir farþega sem misstu af flugi þar sem flugvélin var farin loksins þegar þeir farþegar voru komnir í gegn um leitina en fram kemur að ekki hafi verið nægilega margir starfsmenn í vopnaleitinni þann daginn.

American Airlines hefur ráðlagt farþegum að mæta 2 til 3 tímum fyrir brottför á Charlotte/Douglas flugvöllinn en fram kemur að ástandið sé svipað á fjölmörgum flugvöllum í Bandaríkjunum þar sem farþegum hefur fjölgað mikið að undanförnu eftir heimsfaraldurinn.  fréttir af handahófi

Fyrsti ratsjársvarinn fyrir dróna sem fær vottun frá FAA

8. apríl 2021

|

Fyrirtækið uAvionix hefur sett á markað fyrsta ratsjársvarann fyrir dróna sem hefur fengið vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00