flugfréttir

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

- Vinnur mál vegna styrkja til þýska flugfélagsins Condor

10. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:16

Þetta er í þriðja sinn sem Ryanair vinnur mál gegn Evrópusambandinu vegna ríkisstyrkja til flugfélaga vegna heimsfaraldursins

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Þetta er í þriðja sinn sem að dómur fellur Ryanair í vil í baráttu sinni við að koma í veg fyrir opinbera styrki til samkeppnisaðila sinna í Evrópu vegna heimsfaraldursins en í þetta sinn var dómurinn kveðinn upp af dómstóli í Lúxemborg.

Niðurstaða dómsins var sú að fjárveiting frá þýska ríkinu til Condor væri ekki réttmæt er kemur að samkeppnislögum en þrátt fyrir það er Condor ekki gert að endurgreiða styrkinn.

Með þessu ógildir landsrétturinn í Lúxemborg samþykki Evrópusambandsins sem hafði gefið grænt ljós fyrir ríkisstyrk frá ríkisstjórn Þýskalands til Condor vegna ófullnægjandi rökstuðnings fyrir þeim kostnaði sem félagið þurfti fyrir það tímabil sem félagið var gjaldþrota og skort á útskýringum á fjárhagsþörf félagsins í tenglsum við flugrekstur þess.

Í fyrra gaf Evrópusambandið leyfi fyrir ríkisstyrki upp á 81 milljarði króna til Condor en Ryanair kærði niðurstöðuna á þeim forsendum að slík fjárhagsaðstoð væri að stangast á við samkeppnislög.

„Ef Evrópa á að jafna sig eftir faraldurinn sem eitt markaðssvæði þá þarf Evrópusambandið að setja stólinn fyrir dyrnar fyrir ríkisstjórnum aðildarlandanna og stöðva mismunun sem verður til við slíka ríkisstyrki til flugfélaga sem hafa einu sinni verið að halda úti áætlunarflugi“, segir í yfirlýsingu frá félaginu.

Ryanair hefur höfðað sextán mál gegn Evrópusambandinu vegna útgáfu á leyfum til ríkisstyrkja til flugfélaga á borð við Lufthansa, Air France og annarra flugfélaga og hefur Ryanair unnið tvö önnur mál sem varðar styrki til KLM Royal Dutch Airlines og TAP Air Portugal.  fréttir af handahófi

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Boeing 737 MAX 10 mun fljúga sitt fyrsta flug á næstu dögum

1. júní 2021

|

Boeing undirbýr sig nú fyrir fyrsta flug Boeing 737 MAX 10 þotunnar sem er lengsta útgáfan af MAX vélunum en stefnt er á að 737 MAX 10 fljúgi sitt fyrsta flug á næstu dögum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00