flugfréttir

Vara við stíflu í stemmurörum á þotum sem hafa verið í geymslu

- Tilmæli frá EASA ná sérstaklega til flugvéla úr A320 fjölskyldunni

25. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 08:09

Stemmurör á Boeing 737 þotu

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilmæli með viðvörun þar sem flugfélög eru hvött til þess að yfirfara vel svokölluð stemmurör („pitot tubes“) á þeim flugvélum sem verið er að sækja aftur úr langtímageymslu.

Fjölmargar flugvélar hafa verið í geymslu vegna COVID-19 heimsfaraldursins en nú þegar aðeins er farið að færast líf á nýjan leik í farþegaflug víðsvegar um heim eru flugfélög farin að sækja flugvélarnar úr geymslu og undirbúa þær fyrir farþegaflug í samræmi við aukna eftirspurn eftir flugi.

Stemmurör eru lítil rör til hliðanna á nefhluta flugvéla sem greina þrýsting á andrúmsloftinu og hraðann á loftinu og koma þær upplýsingar fram á mælum í stjórnklefanum á borð við á hraðamælum („air speed indicator“) og hæðarmælum („altitude indicator“).

Þar sem um mjög lítil göt er að ræða í rörunum geta þau stíflast auðveldlega þegar flugvél hefur verið í geymslu í marga mánuði þrátt fyrir að yfirleitt séu settar hlífar utan um rörin.

Að undanförnu hefur eitthvað borið á því að flugmenn hafi tilkynnt um óáreiðanlegar upplýsingar á hraðamælum og hæðarmælum á flugvélum sem hafa verið tiltölulega nýkomnar aftur í flotann úr langtímageymslu sem rekja má til aðskotahluta í stemmurörum.

Tilmælin ná sérstaklega til farþegaþotna úr Airbus A320 fjölskyldunni en fram kemur að vitað sé um „óþægilega“ mörg tilvik þar sem flugmenn hafi orðið varir við rangar upplýsingar á mælum vegna þessa.

Airbus hefur fylgt í kjölfar EASA og sent frá sér viðvörun þar sem flugrekstraraðilar eru hvattir til að yfirfara mjög vel stemmurörin en algengast er að skorrdýr hafi hreiðrað um sig í rörunum eða þau stíflast vegna ryks og sands.

Ekki kemur fram hvort að í þeim atvikum sem hafa komið upp hafi verið að ræða flug þar sem farþegar voru um borð eða einungis áhöfn vélanna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem EASA gefur frá sér sambærileg tilmæli en stofnunin varaði einnig við þessu vandamáli sl. haust eftir atvik sem áttu sér stað í ágúst árið 2020.  fréttir af handahófi

Flugvél með 28 manns um borð brotlenti í Rússlandi

6. júlí 2021

|

Rússnesk flugmálayfirvöld hafa greint frá því að búið sé að finna flak farþegaflugvélar frá flugfélaginu Kamchatka Aviation Enterprise sem hvarf af ratsjá í morgun á Kamchatka-skaganum er flugvélin

20.000 fermetra viðbygging á KEF verður tekin í notkun 2024

2. júní 2021

|

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20 þúsund fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

JetBlue hefur sölu á flugmiðum til London Heathrow

19. maí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue hefur hafið sölu á farmiðum yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til London og er félagið með því tilbúið að hefja áætlunarflug til Evrópu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Möguleiki að Ryanair leggi inn pöntun í 737 MAX 10

27. júlí 2021

|

Ryanair skoðar nú möguleika á að leggja inn pöntun til Boeing í stærstu MAX þotuna sem er Boeing 737 MAX 10 en fjármálastjóri félagsins segir að það veltur þó allt á verðinu og hversu góð kjör Ryanai

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00