flugfréttir

Vara við örtröð á evrópskum flugvöllum

- ESB mun taka í notkun stafrænt bólusetningarvottorð á fimmtudag

29. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:23

Farþegar í biðröð á flugvellinum í Faro í Portúgal þann 6. júní sl.

Helstu samtök flugfélaga og flugvalla í Evrópu hafa sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við yfirvofandi ringulreið sem á eftir að skapast í evrópskum flugvöllum á næstu mánuðum þar sem skortur er á samræmi er í gildi varðandi stafræn bólusetningarvottorð.

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA), samtök evrópskra flugfélaga (A4E) auk samtök flugvalla í Evrópu segja að allt stefnir í að mjög langar biðraðir eiga eftir að myndast á flugvöllum ef Evrópulönd undirbúa sig ekki betur er kemur að útgáfu á bólusetningarvottorðum.

Evrópusambandið mun næstkomandi fimmtudag kynna stafrænt bólusetningarvottorð vegna COVID-19 en flugvellir og flugfélög hafa miklar áhyggjur af því hversu tímafrekt það verður ef allir farþega þurfa að framvísa skilríkjunum á flugvöllum.

„Fjöldi flugfarþega á eftir að aukast mikið á næstu vikum og er því mikil hætta á því að ófremdarástand eigi eftir að skapast á flugvöllum í Evrópu“, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá samtökunum.

Stafrænu vottorðin eru hönnuð til þess að hægt sé að skanna þau með QR-kóða og má með því sjá hvort að viðkomandi farþegi sé bólusettur, sé með mótefni gegn COVID-19 eða hefur neikvæða niðurstöðu úr skimun.

Vottorðin eru hönnuð til þess að farþega geti ferðast til og frá Evrópu frá og með 1. júlí

Olivier Jankovec, yfirmaður Alþjóðasamtaka flugvalla í Evrópu (ACI Europe), segir að það séu of mörg atriði sem geta farið úrskeiðis er varðar upplýsingar og skönnun á vottorðunum og segir hann að samtökin, auk fleiri samtaka í flugiðnaðinum í Evrópu, hafi miklar áhyggjur af því sem á eftir að gerast á fimmtudag og sérstaklega þar sem enn er verið að vinna úr þessum upplýsingum skriflega.

Rafael Schvartzman, yfirmaður IATA í Evrópu, segir að nú þegar taki farþega um 3 klukkustundir að fara í gegnum flugvelli í Evrópu sem áður tók eina til eina og hálfa klukkustund fyrir heimsfaraldurinn.

Schvartzman segir að ef sami farþegfjöldi yrði á evrópskum flugvöllum í dag líkt og var fyrir tíma COVID-19 myndi það taka farþega allt að 8 klukkustundir að í gegnum flugvelli miðað við ástandið í dag.  fréttir af handahófi

Fá grænt ljós til þess að enda gjaldþrotavernd

19. maí 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian segir að félagið hafi ekki borist nein andmæli gegn endurreisnaráætlun sinni á sama tíma og gjaldþrotavernd félagsins fer að taka enda sem þýðir að Norwegian getur hafið

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Möguleiki að Ryanair leggi inn pöntun í 737 MAX 10

27. júlí 2021

|

Ryanair skoðar nú möguleika á að leggja inn pöntun til Boeing í stærstu MAX þotuna sem er Boeing 737 MAX 10 en fjármálastjóri félagsins segir að það veltur þó allt á verðinu og hversu góð kjör Ryanai

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00