flugfréttir

Stjórnkerfi á 777X uppfylla ekki kröfur FAA í flugprófunum

- Boeing 777X fær ekki leyfi frá FAA til að hefja næsta stig flugprófana

30. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:51

Tvær Boeing 777X tilraunaþotur á Boeing Field flugvellinum í Seattle þann 18. júní síðastliðinn

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa tilkynnt Boeing um að nýja Boeing 777X breiðþotan, sem verður arftaki Boeing 777 þotunnar þegar hún kemur á markað, geti ekki hafið næsta stig flugprófana þar sem að þotan uppfyllir ekki vissar öryggiskröfur.

Bandaríska dagblaðið The Seattle Times greindi frá þessu sl. sunnudag og kemur fram að FAA hafi varað Boeing við þessu í bréfi sem sent var til flugvélaframleiðandans þann 13. maí síðastliðinn.

Í bréfinu kemur fram að nauðsynlegt sé að framkvæma fleiri flugprófanir og fjölga tilraunaflugferðum sem gæti lengt flugprófanir um tvö ár. Fram kemur í bréfinu að málið varðar stjórnkerfi og rafeindabúnað um borð í Boeing 777X þotunum sem uppfyllir ekki öryggiskröfur nægilega vel og þarf þeim hluta að ljúka fyrst áður en næsta stig flugprófanna getur hafist.

„Flugvélin er ekki tilbúin fyrir framhaldið. Tilteknar tæknilegar upplýsingar, sem þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að gefa út fyrstu flughæfnisvottunina, hafa ekki enn náð því að vera ásættanlegar og lítur út fyrir það að þotan sé ekki komin á það stig svo hún uppfylli reglugerðir“, segir Ian Won, yfirmaður yfir einu útibúi FAA.

Tengist atviki sem átti sér stað í flugprófunum í desember í fyrra

Fram kemur að málið megi rekja til mjög alvarlegs atviks sem kom upp í flugprófunum þann 8. desember í fyrra er varðar einn af stjórnflötum vélarinnar sem varð til þess að flugvélin hreyfðist skyndilega óeðlilega um kinkás vélarinnar („pitch axis“) að sjálfdáðum án þess að tilraunaflugmennirnir framkölluðu þá hreyfingu í stjórnklefanum.

Fram kemur að Boeing hefur ekki enn greint almennilega frá því hvað fór úrskeiðis þann daginn til bandarískra flugmálayfirvalda. Ian Won segir að FAA hafi áhyggjur af fyrirhuguðum breytingum sem til standi að gera á kerfum sem tengjast hugbúnaði og rafkerfi sem stjórnar stjórnflötum Boeing 777X þotnanna.

Upphaflega stóð til að Boeing 777X kæmi á markaðinn árið 2020

Aðili innan FAA, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að tilfinningin séu sú að Boeing hafi með einhverjum hætti misstígið sig og sé ekki lengur kennt við það öryggi sem hefur einkennt Boeing sem traustan og áreiðanlegan flugvélaframleiðanda alveg frá upphafi.

Annar aðili segir að fyrirhugaðar seinkanir með flughæfnisvottunarferlið á Boeing 777X sé nú á allra vörum bæði innan FAA og Boeing en þotan átti að koma á markað fyrir fjórum árum síðan í stefni í sambærilegar seinkanir líkt og þegar Dreamliner-þotan kom á markað.

„Dagarnir sem að Boeing gat sagt með stolti „FAA treysta okkur fullkomnlega“ eru löngu liðnir“, segir einn aðili innan FAA í viðtali við The Seattle Times. Einnig kemur fram að stofnunin hefur lýst því yfir það verði ekkert gefið eftir er kemur að flugöryggi er varðar vottun fyrir Boeing 777X.

Boeing hóf að þróa Boeing 777X árið 2013 og stóð upphaflega til að hún kæmi á markað árið 2020 en í augnablikinu lítur út fyrir að þotan fái ekki flughæfnisvottun fyrr en í fyrsta lagi árið 2023 eða árið 2024.  fréttir af handahófi

Stjórnkerfi á 777X uppfylla ekki kröfur FAA í flugprófunum

30. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa tilkynnt Boeing um að nýja Boeing 777X breiðþotan, sem verður arftaki Boeing 777 þotunnar þegar hún kemur á markað, geti ekki hafið næsta stig flugprófana þar s

Cabo Verde Airlines mun hefja flug að nýju þann 18. júní

31. maí 2021

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, mun formlega hefja aftur áætlunarflug þann 18. júní næstkomandi eftir hlé vegna heimsfaraldursins.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

  Nýjustu flugfréttirnar

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Möguleiki að Ryanair leggi inn pöntun í 737 MAX 10

27. júlí 2021

|

Ryanair skoðar nú möguleika á að leggja inn pöntun til Boeing í stærstu MAX þotuna sem er Boeing 737 MAX 10 en fjármálastjóri félagsins segir að það veltur þó allt á verðinu og hversu góð kjör Ryanai

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00