flugfréttir

Stjórnkerfi á 777X uppfylla ekki kröfur FAA í flugprófunum

- Boeing 777X fær ekki leyfi frá FAA til að hefja næsta stig flugprófana

30. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:51

Tvær Boeing 777X tilraunaþotur á Boeing Field flugvellinum í Seattle þann 18. júní síðastliðinn

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa tilkynnt Boeing um að nýja Boeing 777X breiðþotan, sem verður arftaki Boeing 777 þotunnar þegar hún kemur á markað, geti ekki hafið næsta stig flugprófana þar sem að þotan uppfyllir ekki vissar öryggiskröfur.

Bandaríska dagblaðið The Seattle Times greindi frá þessu sl. sunnudag og kemur fram að FAA hafi varað Boeing við þessu í bréfi sem sent var til flugvélaframleiðandans þann 13. maí síðastliðinn.

Í bréfinu kemur fram að nauðsynlegt sé að framkvæma fleiri flugprófanir og fjölga tilraunaflugferðum sem gæti lengt flugprófanir um tvö ár. Fram kemur í bréfinu að málið varðar stjórnkerfi og rafeindabúnað um borð í Boeing 777X þotunum sem uppfyllir ekki öryggiskröfur nægilega vel og þarf þeim hluta að ljúka fyrst áður en næsta stig flugprófanna getur hafist.

„Flugvélin er ekki tilbúin fyrir framhaldið. Tilteknar tæknilegar upplýsingar, sem þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að gefa út fyrstu flughæfnisvottunina, hafa ekki enn náð því að vera ásættanlegar og lítur út fyrir það að þotan sé ekki komin á það stig svo hún uppfylli reglugerðir“, segir Ian Won, yfirmaður yfir einu útibúi FAA.

Tengist atviki sem átti sér stað í flugprófunum í desember í fyrra

Fram kemur að málið megi rekja til mjög alvarlegs atviks sem kom upp í flugprófunum þann 8. desember í fyrra er varðar einn af stjórnflötum vélarinnar sem varð til þess að flugvélin hreyfðist skyndilega óeðlilega um kinkás vélarinnar („pitch axis“) að sjálfdáðum án þess að tilraunaflugmennirnir framkölluðu þá hreyfingu í stjórnklefanum.

Fram kemur að Boeing hefur ekki enn greint almennilega frá því hvað fór úrskeiðis þann daginn til bandarískra flugmálayfirvalda. Ian Won segir að FAA hafi áhyggjur af fyrirhuguðum breytingum sem til standi að gera á kerfum sem tengjast hugbúnaði og rafkerfi sem stjórnar stjórnflötum Boeing 777X þotnanna.

Upphaflega stóð til að Boeing 777X kæmi á markaðinn árið 2020

Aðili innan FAA, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að tilfinningin séu sú að Boeing hafi með einhverjum hætti misstígið sig og sé ekki lengur kennt við það öryggi sem hefur einkennt Boeing sem traustan og áreiðanlegan flugvélaframleiðanda alveg frá upphafi.

Annar aðili segir að fyrirhugaðar seinkanir með flughæfnisvottunarferlið á Boeing 777X sé nú á allra vörum bæði innan FAA og Boeing en þotan átti að koma á markað fyrir fjórum árum síðan í stefni í sambærilegar seinkanir líkt og þegar Dreamliner-þotan kom á markað.

„Dagarnir sem að Boeing gat sagt með stolti „FAA treysta okkur fullkomnlega“ eru löngu liðnir“, segir einn aðili innan FAA í viðtali við The Seattle Times. Einnig kemur fram að stofnunin hefur lýst því yfir það verði ekkert gefið eftir er kemur að flugöryggi er varðar vottun fyrir Boeing 777X.

Boeing hóf að þróa Boeing 777X árið 2013 og stóð upphaflega til að hún kæmi á markað árið 2020 en í augnablikinu lítur út fyrir að þotan fái ekki flughæfnisvottun fyrr en í fyrsta lagi árið 2023 eða árið 2024.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga