flugfréttir

Vúdú-prestar særðu út illa anda úr þotu sem varð fyrir eldingu

30. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:27

Prestar og vúdúistar mættiu á flugvöllinn í Lomé með sérstakt vatn í fötum til þess að milda reiði þrumuguðsins

Prestar voru kallaðir út á flugvöllinn í Lomé, höfuðborg Afríkuríkisins Togo, á dögunum til þess að særa út illa anda sem hefðu mögulega andsetið Dreamliner-þotu af gerðinni Boeing 787 eftir að hún varð fyrir eldingu rétt fyrir lendingu þar í landi.

Þotan var að koma frá Kennedy-flugvellinum í New York og var í áætlunarflugi til Addis Ababa með viðkomu í Lomé þann 20. júní sl. en í aðflugi að flugvellinum í Lomé varð þotan fyrir eldingu.

Flugvélin varð fyrir skemmdum sem uppgötvuðust þegar hún kom að flughlaðinu og gat hún því ekki hafið sig að loft á ný til þess að fljúga legginn til Addis Ababa fyrr en næsta dag.

Landið Togo auk Benín, landa í Karíbahafinu og í Brasilíu, er eitt af þeim löndum þar sem vúdú-trúarbrögð eru iðkuð og samkvæmt trúarlegum hefðum var ekki ráðlagt að flugvélin myndi hefja sig til flugs fyrr en búið væri að ganga úr skugga um að hún væri ekki andsetin eftir eldinguna.

„Þegar elding verður þá er það skylda okkar með öryggi fólks að leiðarljósi að hreinsa það svæði sem verður fyrir þessu náttúrulega fyrirbrigði“, segir Togbé Assiobo Nyagblondjor, formaður prestafélags landsins.

Fram kemur athöfnin hafi snúist um að skvetta vatni með áfengi á þann stað á flugvélinni þar sem eldingunni laust niður til þess að „milda reiði“ þrumuguðsins Hiébiésso.

Latta Gnama, yfirmaður flugmálastjórnarinnar í Togo, var viðstaddur helgiathöfnina á flughlaðinu og segir að allt hafi verið gert til þess að leyfa þeim að framkvæma þessa athöfn.

Gnama tók einnig fram að athöfnin ein og sér hafi ekki dugað því einnig fóru fram viðgerðir á þotunni en þegar þetta tvennt var yfirstaðið flaug þotan til heimaflugvallarins í Eþíópíu.  fréttir af handahófi

JetBlue lendir í fyrsta sinn í London

14. júlí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue flaug í vikunni sérstakt flug í fyrsta sinn yfir Atlantshafið frá New York til London með farþegaþotu af gerðinni Airbus A321LR.

Hundruðir flugvalla fá styrki frá FAA upp á 984 milljarða króna

23. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hefur veitt hundruðum flugvöllum í Bandaríkjunum styrki sem flugvellirnir munu nota til þess að ná sér aftur á strik fjárhagslega eftir heimsfaraldurinn vegna COVID-

Cabo Verde Airlines mun hefja flug að nýju þann 18. júní

31. maí 2021

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, mun formlega hefja aftur áætlunarflug þann 18. júní næstkomandi eftir hlé vegna heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Möguleiki að Ryanair leggi inn pöntun í 737 MAX 10

27. júlí 2021

|

Ryanair skoðar nú möguleika á að leggja inn pöntun til Boeing í stærstu MAX þotuna sem er Boeing 737 MAX 10 en fjármálastjóri félagsins segir að það veltur þó allt á verðinu og hversu góð kjör Ryanai

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00