flugfréttir

Vilja gera Sádí-Arabíu að einni stærstu tengiflugsmiðstöð heims

- Íhuga stofnun nýs flugfélags til að keppa við þau stærstu í Miðausturlöndum

5. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:52

Frá flugvellinum í Riyadh í Sádí-Arabíu

Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa ákveðið að taka stórt skref í því að efla ferðamannaiðnaðinum þar í landi til þess að laða að fleiri ferðamenn og verður einn stærsti liðurinn í því stofnun nýs flugfélags.

Ein leiðin sem verið er að skoða er að sameina rekstur ríkisflugfélagsins Saudi Arabian Airlines við dótturflugfélagið flyadeal í eitt stórt flugfélag sem myndi veita stóru flugfélögunum þremur, Emirates, Qatar Airways og Etihad Airways, samkeppni.

Samkvæmt tveimur heimildarmönnum sem eru kunnugir málinu þá kemur fram að krónprinsinn Muhammad sin Salman hafi hugmyndir um að auka fjölbreytileika efnahagslífsins í Sádí-Arabíu sem í dag samanstendur aðallega af tekjum af olíuvinnslu og sé hugmyndin að gera Sádí-Arabíu að einum stærsta stað í Miðausturlöndum fyrir tengiflug.

Í dag er Emirates umsvifamesta flugfélagið í Miðausturlöndum sem kemur farþegum til Dubai en þaðan taka margir farþegar tengiflug áfram bæði til nærliggjandi áfangastaða og víðar um heiminn og stefnir Sádí-Arabíu að því að gera slíkt hið sama með það markmið að ná 100 milljónum ferðamönnum á ári fyrir árið 2030 og gera Sádí-Arabíu að fimmta stærsta tengiflugsmiðstöð heims.

Brendan Sobie, ráðgjafi í flugmálum, segir að þessi stefna Sádí-Arabíu sé áhættusöm en samt sem áður skynsamleg þar sem landið sé í stöðu til þess að geta látið þessa hugmynd ganga upp.

Sameinaða arabíska furstadæmið hefur einnig á sama tíma lýst yfir stefnu stjórnvalda sem gera ráð fyrir að efla ferðamannaiðnaðinn þar í landi og auka samgöngur bæði í lofti og sjó um 50 prósent á næstu tveimur áratugum.  fréttir af handahófi

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

Þotueldsneyti notað áfram til ársins 2050

14. júní 2021

|

Airbus hefur sent frá sér yfirlýsingu og þar á meðal til ríkisstjórna í löndum Evrópu þar sem fram kemur að flugvélaframleiðandinn geri ráð fyrir því að hefðbundið þotueldsneyti verði helsti orkugjaf

Samsetning hafin á fyrstu Airbus A321XLR þotunni

21. maí 2021

|

Airbus hefur hafist handa við smíði á fyrsta Airbus A321XLR þotunni en samsetningin hófst eftir að aftari miðjueldsneytistankurinn var afhentur til verksmiðja Airbus í Hamborg á dögunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Möguleiki að Ryanair leggi inn pöntun í 737 MAX 10

27. júlí 2021

|

Ryanair skoðar nú möguleika á að leggja inn pöntun til Boeing í stærstu MAX þotuna sem er Boeing 737 MAX 10 en fjármálastjóri félagsins segir að það veltur þó allt á verðinu og hversu góð kjör Ryanai

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00