flugfréttir

Yfir 10.000 farþegar á einum degi um Keflavíkurflugvöll

- Fyrsta sinn sem yfir 10.000 farþegar fara um KEF á einum degi í 15 mánuði

5. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:04

Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli

Met var slegið í fjölda farþega laugardaginn 3. júlí síðastliðinn þegar 10.580 farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum 15 mánuðum.

Daginn eftir, eða þann 14. mars 2020, settu bandarísk yfirvöld á ferðabann til Bandaríkjanna vegna Covid-19 og fækkaði farþegum um Keflavíkurflugvöll mikið næstu vikuna á eftir.

Frá og með 23. mars var mjög lítil umferð um völlinn og tengistöðina milli Evrópu og Norður-Ameríku lokaðist. Bannið er enn í gildi og óvíst hvenær það verður afnumið. Sú breyting hefur þó orðið á að fullbólusettir Bandaríkjamenn eða þeir sem hafa fengið Covid-19-smit geta komið til Íslands án takmarkana á landamærum.

Að viðbættri þeirri fjölgun ferðamanna sem orðið hefur á síðustu vikum er  ljóst að minnst 20 flugfélag verður með ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Nú síðast bættust flugfélagið Play í hópinn. Þá hefur Icelandair fjölgað brottförum í hverri viku og bandaríska flugfélagið United Airlines hóf flug til Chicago í síðustu viku sem er ný áfangastaður fyrir United Airlines frá Keflavíkurflugvelli.

„Það eru bjartari tímar framundan í rekstri flugvalla og flugfélaga eftir erfiða tíma vegna heimsfaraldursins,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. „Það er ljóst að tengistöðin hjá Icelandair er að fara í gang að nýju. Þá sýna vel heppnað hlutafjárútboð Play og nýr kjölfestufjárfestir hjá Icelandair að markaðurinn hefur mikla trú á flugi til Íslands og landinu sem áfangastað nú þegar bólusetningar lina tök heimsfaraldursins.“

Guðmundur Daði segir að þó sé mikilvægt að hafa í huga að næstu dagar geti orðið mjög annasamir og afgreiðsla hæg í flugstöðinni á meðan gildandi sóttvarnarráðstöfunum heilbrigðisyfirvalda er fylgt gagnvart komufarþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

„Þessu til viðbótar má nefna að það skiptir miklu máli fyrir þróunina á komandi vetri hvernig tekst til í flugrekstri og þjónustu við ferðamenn á Íslandi í júlí og ágúst,“ segir Guðmundur Daði. „Við hjá Isavia vinnum mikið með flugfélögum við að tryggja aukið framboð af flugi yfir vetrartímann. Áhuginn á Íslandi er mikill og með hverju nýju félagi og hverjum nýjum áfangastað þá fjölgar þeim sem vilja sækja okkur heim og tækifærum fyrir íslensk viðskiptalíf til að sækja á nýja markaði fjölgar enn.“  fréttir af handahófi

Þota frá Qantas fór í loftið með öryggispinna í hjólastelli

5. júlí 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Ástralíu (ATSB) rannsakar nú atvik sem átti sér stað er gleymdist að fjarlægja pinna af aðalhjólastelli á Boeing 787-9 þotu frá Qantas sem varð til þess að flugmennirnir náðu ek

Fá grænt ljós til þess að enda gjaldþrotavernd

19. maí 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian segir að félagið hafi ekki borist nein andmæli gegn endurreisnaráætlun sinni á sama tíma og gjaldþrotavernd félagsins fer að taka enda sem þýðir að Norwegian getur hafið

Fyrstu þrjár þotur PLAY voru áður í flota Interjet í Mexíkó

17. maí 2021

|

Nýja íslenska flugfélagið PLAY hefur fengið úthlutað flugrekstarleyfi frá Samgöngustofu og þá hefur félagið einnig tekið við sinni fyrstu flugvél í flotanum sem er af gerðinni Airbus A321neo.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Möguleiki að Ryanair leggi inn pöntun í 737 MAX 10

27. júlí 2021

|

Ryanair skoðar nú möguleika á að leggja inn pöntun til Boeing í stærstu MAX þotuna sem er Boeing 737 MAX 10 en fjármálastjóri félagsins segir að það veltur þó allt á verðinu og hversu góð kjör Ryanai

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00