flugfréttir

Þota frá Qantas fór í loftið með öryggispinna í hjólastelli

- Gleymdist að fjarlægja pinna af báðum aðalhjólunum á Boeing 787 þotu

5. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:09

Öryggispinni á hjólastelli á Boeing 787 þotu

Samgönguöryggisnefnd Ástralíu (ATSB) rannsakar nú atvik sem átti sér stað er gleymdist að fjarlægja pinna af aðalhjólastelli á Boeing 787-9 þotu frá Qantas sem varð til þess að flugmennirnir náðu ekki að taka hjólin inn eftir flugtak.

Atvikið átti sér stað þann 21. júní sl. og var þotan á leiðinni frá Sydney til Perth í Ástralíu og fór þotan í loftið fyrir 5 klukkustunda flug en skömmu síðar fengu flugmennirnir villumeldingu og viðvörunarljós þegar kom að því að taka upp hjólabúnaðinn.

Þotunni var snúið við og lenti hún aftur í Sydney skömmu síðar en þegar flugvirkjar framkvæmdu skoðun á vélinni kom í ljós að gleymst hafði að fjarlægja pinnanna af hægra og vinstra hjólastelli.

Fram kemur að hefðbundin fyrirflugsskoðun hjá flugmanni hefði átt að koma í veg fyrir atvikið undir venjulegum kringumstæðum en tilgangur pinnanna er að koma í veg fyrir að hjólin falli saman þegar þotan er kyrrstæð á jörðu niðri.

„Það eru framkvæmdar skoðanir fyrir flug til þess að sjá til þess að pinnarnir hafa verið fjarlægðir fyrir hvert flug. Við erum að skoða þetta og reyna komast að því hvers vegna það gleymdist að taka þá í þessu tilviki“, segir talsmaður Qantas sem tekur fram að ekki hafi verið nein hætta á ferð.

Farþegunum var gert að skipta um vél og önnur þota gerð tiltæk sem fór í loftið tveimur tímum síðar.  fréttir af handahófi

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Báðar flugbrautirnar í notkun á ný á Heathrow

7. júlí 2021

|

Heathrow-flugvöllur hefur lýst því yfir að flugvöllurinn muni í þessari viku byrja að nota aftur báðar flugbrautir vallarins en flugvöllurinn hætti í fyrra að nota báðar brautirnar vegna lítillar flu

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Möguleiki að Ryanair leggi inn pöntun í 737 MAX 10

27. júlí 2021

|

Ryanair skoðar nú möguleika á að leggja inn pöntun til Boeing í stærstu MAX þotuna sem er Boeing 737 MAX 10 en fjármálastjóri félagsins segir að það veltur þó allt á verðinu og hversu góð kjör Ryanai

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00