flugfréttir

Flugvél með 28 manns um borð brotlenti í Rússlandi

- Var í aðflugi í slæmu skyggni á Kamchatka-skaganum

6. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 11:45

Flugvélin sem fórst bar skráninguna RA-26085

Rússnesk flugmálayfirvöld hafa greint frá því að búið sé að finna flak farþegaflugvélar frá flugfélaginu Kamchatka Aviation Enterprise sem hvarf af ratsjá í morgun á Kamchatka-skaganum er flugvélin var í innanlandsflugi í Rússlandi.

Flugvélin sem var af gerðinni Antonov An-26 var í áætlunarflugi frá Petropavlovsk-Kamchatsky til bæjarins Palana með 22 farþega innanborðs auk sex manna áhafnar.

Flugvélin var í aðflugi að flugvellinum í þoku og slæmu skyggni þegar samband við vélina rofnaði og hófst leit að henni eftir að í ljós kom að hún hafði ekki lent á neinum flugvelli.

Leit hefur staðið yfir bæði á landi og á sjó og hefur verið leitað á báðum aðflugssvæðum að sitthvorum flugbrautarendanum en viðbragðsaðilar móttóku dauf merki frá neyðarsendi vélarinnar.

Flak flugvélarinnar fannst skömmu síðar við ströndina í um 10 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum í Palana og kom í ljós að vélin hafði brotlent mjög ofarlega á bjargbrún í klettum við ströndina og hefur brak úr flugvélinni fundist í sjónum.

Fyrstu myndir af slysstað sem teknar voru úr björgunarþyrlu sem tók þátt í leitinni

Samband við flugvélina rofnaði klukkan 15:00 að staðartíma eða klukkan 3:00 í nótt að íslenskum tíma þegar flugvélin var að koma inn á lokastefnu að brautinni.

Fram kemur að samkvæmt veðurupplýsingum hafi verið skýjað í 1.000 fetum yfir sjávarmáli við ströndina og alskýjað í 2.400 fetum en engar upplýsingar eru til staðar frá flugvellinum sjálfum.

Ekki er talið að neinn af þeim 28 sem voru um borð í flugvélinni hafi komist lífs af en rannsókn á orsök slyssins er nú þegar hafin.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að flugvél ferst í sama aðflugi að flugvellinum í Palana en árið 2012 brotlenti flugvél af gerðinni Antonov An-28 á sömu slóðum á bjargbrúninni þegar hún var í aðflugi eftir áætlunarflug frá sömu borg. Um borð í því flugi voru 14 manns og komust fjórir lífs af en í ljós kom að flugmenn vélarinnar höfðu neytt áfengis fyrir flugið.  fréttir af handahófi

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

3.000 flugdólgsatvik vestanhafs það sem af er ári

21. júní 2021

|

Nokkur flugfélög vestanhafs og verkalýðsfélög flugmanna og áhafna hafa sett aukinn þrýsting á bandarísk stjórnvöld til þess að herða viðurlög og setja á strangar refsingar gagnvart flugdólgum en atvik

  Nýjustu flugfréttirnar

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Möguleiki að Ryanair leggi inn pöntun í 737 MAX 10

27. júlí 2021

|

Ryanair skoðar nú möguleika á að leggja inn pöntun til Boeing í stærstu MAX þotuna sem er Boeing 737 MAX 10 en fjármálastjóri félagsins segir að það veltur þó allt á verðinu og hversu góð kjör Ryanai

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00