flugfréttir

Korean Air ætlar að lágmarka geislun sem áhafnir verða fyrir

6. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:40

Magn geislunnar sem áhafnir og farþegar verða fyrir hverju sinni fer eftir á hvaða tíma sólarhringsins flogið er, fartíma auk staðsetningar og í hvaða flughæð flugvélin

Suður-kóreska flugfélagið Korean Air ætlar að hrynda úr vör verkefni til þess að lágmarka þá geislun sem flugmenn og áhafnir félagsins verða fyrir í háloftunum en þetta hefur verið ákveðið í kjölfar þess að nokkrir starfsmenn félagsins hafa greinst með hvítblæði sem rakið er til geislunnar.

Bæði flugáhafnir og farþegar verða fyrir geislun í háloftunum sem getur verið skaðleg og sérstaklega fyrir þá sem verja meiri tíma í háloftunum líkt og áhafnir en um er að ræða geimgeislun sem kemur bæði frá sólinni og einnig frá óravíddum alheimsins.

Stjórn flugfélagsins hefur haldið fundi með starfsmannafélögum í Suður-Kóreu og stendur til að ýta úr vör sérstöku verkefni sem miðar af því að lágmarka geislun eins og hægt er og verður byrjað á því að framkvæma rannsóknir á því hversu mikla geislun áhafnir verða fyrir hverju sinni.

Magn geislunnar sem áhafnir og farþegar verða fyrir hverju sinni fer eftir á hvaða tíma sólarhringsins flogið er, fartíma auk staðsetningar og í hvaða flughæð flugvélin er en þá er einnig vitað að mun meiri geislun verður þegar flogið er til að mynda nálægt norðurheimskautinu.

Vitað er að flugmenn og áhafnir verða fyrir mun meiri geislun en fólk á jörðu niðri sem getur valdið því að mun meiri hætta sé á því að viðkomandi fái sjúkdóma á borð við krabbamein.

Korean Air hefur verið með skráningarkerfi þar sem flugfreyjur og flugþjónar geta til að mynda fylgst með uppsafnaðri geislun sem talið er að þau verða fyrir og geta þau með því breytt vöktum til að halda áhrifunum af geimgeislun innan æskilegra marka.

Með nýja verkefninu mun nýtt kerfi sjálfkrafa halda utan um þær upplýsingar og setja upp vaktir meðal áhafna með þeim hætt að þær fari ekki yfir mörkin er kemur að geislun en með því munu áhafnarmeðlimir, sem mælast með 6 millisievert (mSv) á ári, sjálfkrafa færast yfir á vaktir fyrir styttri flugleiðir tímabundið.  fréttir af handahófi

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

MAX vélar Icelandair ná til Orlando og Seattle

20. maí 2021

|

Icelandair er að trekkja sína flugstarfsemi í gang á ný á næstunni en félagið er til að mynda að fjölga flugferðum hratt og bæta við starfsfólki því eftirspurn eftir flugi er að aukast.

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Möguleiki að Ryanair leggi inn pöntun í 737 MAX 10

27. júlí 2021

|

Ryanair skoðar nú möguleika á að leggja inn pöntun til Boeing í stærstu MAX þotuna sem er Boeing 737 MAX 10 en fjármálastjóri félagsins segir að það veltur þó allt á verðinu og hversu góð kjör Ryanai

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00