flugfréttir

Air Astana fer í mál við Embraer

8. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 17:16

Embraer-þotur í flota Air Astana

Flugfélagið Air Astana hefur höfðað mál gegn brasilíska flugvélaframleiðandanum Embraer eftir að félagið gat ekki notað nokkrar af nýju Embraer E190-E2 þotunum sem félagið hafði tekið á leigu sem varð til þess að þoturnar voru kyrrsettar á jörðu niðri.

Fram kemur að nokkrar tæknilegar bilanir hafi gert vart við sig og þar á meðal þegar þoturnar voru á flugi sem varð til þess að farþegar voru í hættu að sögn félagsins en umrædd atvik áttu sér stað í desember í fyrra.

Air Astana segir að Emrbaer E2 þotan innihaldi nokkra galla á borð við ófullnægilega útfærslu á nokkrum á stjórntækjum auk þess sem lítil sem engin greinargerð er til staðar sem aðskilur muninn á E2 og hefðbundinni útgáfu á Embraer-þotunum auk þess sem fjölmörg fleiri atriði eru talin upp.

Air Astana segir að nokkrum sinnum hafi komið upp atvik um borð sem rekja má til hönnunargalla og hafi sum af þeim verið alvarleg atvik. Meðal atvika sem talin eru upp er atvik sem átti sér stað þann 22. júní árið 2019 er villa kom fram í hugbúnaði í skjákerfi vélarinnar en tilraun til að lagfæra það varð til þess að „bleed air“ kerfi vélarinnar slökkti á sér sem varð til þess að loftþrýstingur um borð féll niður. Þá segir flugfélagið að Embraer hafi ekki gefið út neina yfirlýsingu eða sent frá sér viðvörun í kjölfar þess atviks.

Annað atvik átti sér stað þann 26. september í fyrra í innanlandsflugi í Kazakhstan en þá kom upp viðvörunarljós um reyk í rafkerfarými vélarinnar (electronic bay). Flugmennirnir fóru eftir gátlista varðandi neyðarviðbrögð við slíku og var slökkt á rafbúnaði um borð sem varð til þess að ástreymishverfill (ram air turbine) virkjaðist.

Fram kemur að í því atviki hafi flugmennirnir neyðst til þess að lenda með enga veðurratsjá, enga hliðarvindsviðvörun, með slökkt á árekstrarvara (TCAS), með enga sjálfvirka eldsneytisinngjöf (autothrottle) og engan möguleika á því að færa eldsneyti á milli tanka.

Air Astana ákvað að kyrrsetja allan Embraer E2 flotann þann 15. desember í fyrra en félagið hefur fimm slíkar þotur í flotanum. Þann 25. maí sl. ákváðu flugmálayfirvöld í Kazakhstan að hefja formlega rannsókn á E2-þotunum en í dag eru þær aftur komnar í notkun hjá Air Astana.

Air Astana fer fram á skaðabætur upp á 1.4 milljarða króna en Embraer segir um þvætting að ræða og ætlar framleiðandinn að leitar réttar síns og telur ásakanir Air Astana óheiðarlegar og er bent á að ekkert annað flugfélag hafi lent í sambærilegum vandræðum með sínar Embraer E2 þotur.  fréttir af handahófi

Íhuga að panta allt að 150 þotur frá Boeing eða Airbus

10. júní 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines segist eiga í viðræðum bæði við Boeing og Airbus um stóra pöntun í yfir 100 þotur þar sem félagið stefnir á að stækka flugflotann sinn enn frekar á næstu árum.

FAA kemur auga á nýtt vandamál á Boeing 787

13. júlí 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa komið auga á nýtt vandamál í einhverjum af þeim Dreamliner-þotum sem framleiddar hafa verið sem enn á eftir að afhenda til viðskiptavina.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Möguleiki að Ryanair leggi inn pöntun í 737 MAX 10

27. júlí 2021

|

Ryanair skoðar nú möguleika á að leggja inn pöntun til Boeing í stærstu MAX þotuna sem er Boeing 737 MAX 10 en fjármálastjóri félagsins segir að það veltur þó allt á verðinu og hversu góð kjör Ryanai

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00