flugfréttir

Fljúga júmbó-þotunum á ný af fullum krafti

- Boeing 747-400 aftur í loftið hjá Lufthansa í september

11. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 16:58

Boeing 747 júmbó-þotur Lufthansa

Lufthansa mun tvöfalda fjölda fjölda þeirra flugferða sem farnar eru með Boeing 747 júmbó-þotunum en margar af þeim hafa setið kyrrsettar á jörðu niðri frá því um vorið 2020 þegar kórónafaraldurinn braust út.

Lufthansa hefur flogið einhverjum Boeing 747-8 þotum í gegnum heimsfaraldurinn en núna í júlí munu flestar af þeim hefja sig til flugs að nýju.

Í júní voru 239 flugferðir farnar hjá Lufthansa með júmbó-þotunni en gert er ráð fyrir að núna í júlí verða þær 441 talsins eða 85% fleiri og í ágúst eru á áætlun 616 flugferðir með Boeing 747.

Öll júmbó-þotu flug á vegum Lufthansa frá því að faraldurinn hófst hafa verið farnar með Boeing 747-8 þotunni á meðan eldri tegundin, Boeing 747-400, hefur enn ekki verið notuð.

Flugfélagið þýska stefnir hinsvegar á að þær fari að fljúga aftur í haust og verða farnar 247 flugferðir með þeim í september og verða þær m.a. notaðar í áætlunarflugi til Bangalore, Mumbai, Delhí, Washington og til Toronto.

Júmbó-þotufloti Lufthansa telur 27 Boeing 747 þotur en átta eru eftir í flotanum af gerðinni Boeing 747-400 og 19 af gerðinni Boeing 747-8.  fréttir af handahófi

Bæta tekjumissinn með því að hækka flugumferðargjöld

17. maí 2021

|

Talið er að þau flugfélög og þeir flugrekendur sem nýta sér afnot af evrópskri lofthelgi muni bæta upp þann tekjumissi sem orðið hefur á flugumferðarstjórnun vegna heimsfaraldursins með yfirvofandi h

Verða með 30 risaþotur í sumar

21. júní 2021

|

Emirates stefnir á að vera með þrjátíu Airbus A380 risaþotur í notkun í sumar og verða þær notaðar í áætlunarflugi til 15 áfangastaða í heiminum.

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

  Nýjustu flugfréttirnar

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Möguleiki að Ryanair leggi inn pöntun í 737 MAX 10

27. júlí 2021

|

Ryanair skoðar nú möguleika á að leggja inn pöntun til Boeing í stærstu MAX þotuna sem er Boeing 737 MAX 10 en fjármálastjóri félagsins segir að það veltur þó allt á verðinu og hversu góð kjör Ryanai

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00