flugfréttir

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

- Færu í flota Transavia og KLM

12. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:44

Þotur úr flota Air France og KLM Royal Dutch Airlines

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

Um er að ræða fyrirhugaða pöntun í 160 meðalstórar farþegaþotur og koma þotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni til greina eða Boeing 737 MAX en þoturnar færu í flota dótturfyrirtækjanna Transavia og KLM Royal Dutch Airlines.

Bæði Transavia og KLM hafa Boeing 737 þotur fyrir í flotanum sem eru af gerðinni 737-800 og eru því miklar líkur á að Boeing gæti hlotið þessa pöntun þar sem félögin hafa ekki Airbus-þotur í þessum stærðarflokki.

Ben Smith, framkvæmdarstjóri Air France-KLM, segir að lykilatriðið til þess að ná bata eftir heimsfaraldurinn sé að auka umsvif lágfargjaldastarfsemi félaganna á styttri flugleiðum.

Boeing hefur notið velgengni að undanförnu er kemur að pöntunum á Boeing 737 MAX þotunum og hefur framleiðandinn m.a. fengið veglegar pantanir frá United Airlines og Southwest Airlines.  fréttir af handahófi

Vara við stíflu í stemmurörum á þotum sem hafa verið í geymslu

25. júní 2021

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilmæli með viðvörun þar sem flugfélög eru hvött til þess að yfirfara vel svokölluð stemmurör („pitot tubes“) á þeim flugvélum sem verið er að sæ

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

20.000 fermetra viðbygging á KEF verður tekin í notkun 2024

2. júní 2021

|

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20 þúsund fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Möguleiki að Ryanair leggi inn pöntun í 737 MAX 10

27. júlí 2021

|

Ryanair skoðar nú möguleika á að leggja inn pöntun til Boeing í stærstu MAX þotuna sem er Boeing 737 MAX 10 en fjármálastjóri félagsins segir að það veltur þó allt á verðinu og hversu góð kjör Ryanai

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00