flugfréttir

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:28

Ryanair á von á 215 nýjum Boeing 737 MAX þotum á næstu árum en hefur fengið í dag fimm þotur afhentar

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

Ryanair á von á 215 Boeing 737 MAX þotum en félagið hefur nú fengið fimm fyrstu þoturnar eftir mikla seinkun sem rekja má bæði til kyrrsetningu þotnanna og til heimsfaraldursins.

Byrjað verður að ráða flugstjóra og verður flugstjórum á Boeing 737-800 þoturnar boðin staða fyrst á MAX þoturnar áður en byrjað verður að bjóða aðstoðarflugmönnum að hefja þjálfun. Eftir það verður nýjum flugmönnum, sem hafa verið í atvinnuflugmannsnámi á vegum Ryanair, boðið að hefja þjálfun.

Ryanair stefnir á að byrja að þjálfa áhafnir á Boeing 737 MAX þoturnar sem geta byrjað að fljúga þotunum fyrir sumarið árið 2022.  fréttir af handahófi

Lufthansa lætur breyta tveimur A321 þotum í fraktþotur

7. júlí 2021

|

Lufthansa Cargo hefur ákveðið að breyta tveimur Airbus A321 farþegaþotum í fraktþotur sem verða sérstaklega ætlaðar til þess að flytja vörur milli áfangastaða í Evrópu sem keyptar hafa verið í netve

Hefja afhendingar á MC-21 þotunni á næsta ári

15. júní 2021

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Irkut stefnir á að afhenda fyrsta eintakið af MC-21 þotunni á næsta ári.

Áhafnir láta ekki sjá sig til starfa fyrir flug til Indlands

19. maí 2021

|

British Aiways hefur lent í vandræðum með að manna áhafnir í áætlunarflugi félagsins til Indlands þar sem einhverjar flugfreyjur og flugþjónar hafa ekki mætt til vinnu vegna ótta við þann gríðarlega

  Nýjustu flugfréttirnar

Kyrrsetja 13 Airbus A350 þotur vegna galla í klæðningu

5. ágúst 2021

|

Flugmálayfirvöld í Katar hafa farið fram á við flugfélagið Qatar Airways að kyrrsetja þrettán farþegaþotur af gerðinni Airbus A350-900.

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

DHL Express pantar tólf rafmangsflugvélar

3. ágúst 2021

|

Vöruflutningaflugfélagið DHL Express hefur gert samning við fyrirtækið Eviation um pöntun á tólf rafmangsflugvélum.

Norse Atlantic Airways pantar sex Boeing 787 til viðbótar

3. ágúst 2021

|

Nýja norska lágfargjaldafélagið Norse Atlantic Airways hefur skrifað undir samkomulag um pöntun á fleiri Dreamliner-þotum.

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Risaþotur Singapore Airlines snúa aftur í notkun eftir geymslu

28. júlí 2021

|

Singapore Airlines er byrjað að undirbúa að taka fleiri Airbus A380 risaþotur í notkun en félagið lagði risaþotunum í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Möguleiki að Ryanair leggi inn pöntun í 737 MAX 10

27. júlí 2021

|

Ryanair skoðar nú möguleika á að leggja inn pöntun til Boeing í stærstu MAX þotuna sem er Boeing 737 MAX 10 en fjármálastjóri félagsins segir að það veltur þó allt á verðinu og hversu góð kjör Ryanai

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00