flugfréttir

Flugfélagið ITA tekur við af Alitalia í október

17. ágúst 2021

|

Frétt skrifuð kl. 21:58

Fyrsta áhöfnin hjá ITA (Italia Trasporto Aereo) í fyrsta vottunarferlisfluginu

Það styttist óðum í að skipt verður um flugfélag á Ítalíu þegar ríkisflugfélagið Alitalia mun víkja fyrir nýja flugfélaginu ITA (Italia Trasporto Aereo) sem hefur starfsemi sína í haust.

Nýja flugfélagið er þegar farið að taka á sig mynd og er vonast til þess að ítölsk flugmálayfirvöld gefi á næstunni út flugrekstarleyfi fyrir ITA en flugfélagaskiptin mun eiga sér stað þann 15. október ef allt gengur eftir áætlun.

Ríkisstjórn Ítalíu vinnur náið með Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins til þess að sjá um að flugfélagaskipin verði í samræmi við evrópskar reglugerðir en ítalska ríkið hefur þegar tekið frá 100 milljónir evra (14 milljarða króna) sem Alitalia mun nota til þess að endurgreiða þeim farþegum sem hafa bókað flug með félaginu eftir að það hættir starfsemi þegar ITA hefur áætlunarflug.

Nú þegar er búið að færa tvær þotur, eina af gerðinni Airbus A320 og eina Airbus A330 breiðþotu, úr flota Alitalia yfir í flota ITA og fara nú fram vottunarflug með áhöfn nýja flugfélagsins.

Merki nýja flugfélagsins, ITA (Italia Trasporto Aereo)

Þá er verið að undirbúa tímabundna vefsíðu sem mun fara í loftið fljótlega og hefst farmiðasala um leið og flugrekstarleyfið hefur verið gefið út.

ITA mun kaupa ýmsar eignir frá Alitalia er snýr að daglegum flugrekstri en nýja flugfélagið þarf að koma með tilboð í þann hluta Alitalia sem snýr að flugvallarþjónustu og viðhaldi á flugvélum.

Þá kemur fram að ITA þarf einnig að sækja um sérstaklega um leyfi til þess að nota markaðsímynd og merki Alitalia ef þess verður óskað og einnig sækja um leyfi til þess að nota kallmerki gamla félagsins sem er AZ.  fréttir af handahófi

195.000 farþegar flugu með Icelandair í júlí

6. ágúst 2021

|

Gríðarleg aukning varð á farþegum sem flugu með Icelandair í seinasta mánuði en í júlí fjölgaði farþegum í millilandaflugi um 167 prósent á milli ára.

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

Einaflugnám hjá Flugakademíu nú í boði í fjarnámi

24. júlí 2021

|

Flugakademía Íslands bætir einkaflugnámi í fjarnámi við námsframboð sitt í haust en fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi og hefst kennsla þann 30. ágúst og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst

  Nýjustu flugfréttirnar

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

Óbólusettum flugmönnum hjá Aeroflot sagt upp störfum

7. september 2021

|

Nokkrum flugmönnum hjá rússneska flugfélaginu Aeroflot hefur verið sagt upp störfum þar sem þeir hafa ekki viljað láta bólusetja sig gegn COVID-19.

Vinnuvernd viðurkennt sem fluglæknasetur

3. september 2021

|

Samgöngustofa viðurkenndi nýlega starfsemi Vinnuverndar á sviði fluglækninga sem fluglæknasetur (Aero-medical center) en sú viðurkenning hefur m.a. það í för með sér að fyrirtækið getur nú sinnt öll

Fór í flugtak meðfram brautarkanti í stað miðlínu

1. september 2021

|

Atvik átti sér stað á McCarran-flugvellinum í Las Vegas í Bandaríkjunum í vikunni er farþegaþota af gerðinni Airbus A321 frá American Airlines tók sér brautarstöðu með nefhjólið stillt upp með fram h

Efast um að risapöntun til Boeing eigi sér stað á þessu ári

31. ágúst 2021

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist ekki eiga von á því að lágfargjaldafélagið írska eigi eftir að leggja inn risapöntun til Boeing á þessu ári í fleiri Boeing 737 MAX farþegaþotur.

Bjartari tímar framundan hjá Norwegian

31. ágúst 2021

|

Norwegian sér fram á betri tíma en flugfélagið norska segir að bókunum hafi fjölgað talsvert og þá dró úr taprekstri á fyrri árshelmingi samanborið við sama tímabil í fyrra.

Opið fyrir umsóknir í flugkennaranám

30. ágúst 2021

|

Flugakademía Íslands býður upp á námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem undirbýr þig fyrir alla þætti flugkennslu. Námskeiðið veitir flugkennararéttindi og áritanir. Næsta námskei

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00