flugfréttir

Breiðþota hóf flugtaksbrun á akbraut á Newark-flugvelli

19. ágúst 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:39

Airbus A330-300 breiðþota frá Turkish Airlines

Farþegaþota af gerðinni Airbus A330-300 frá Turkish Airlines hóf flugtaksbrun á akbraut á Newark Liberty flugvellinum í New Jersey í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði en þotan hætti við flugtak eftir fyrirskipun frá flugumferðarstjórum.

Þotan var á leið í áætlunarflug frá Newark til Istanbúl í Tyrklandi og höfðu flugmennirnir fengið flugtaksheimild á braut 22R en þveruðu þá braut og fóru í brautarstöðu á akbraut P (taxiway Papa) og hófu flugtaksbrun.

Flugumferðarstjórar urðu varir við að þotan var í flugtaki á akbraut og létu flugmennina vita og hættu þeir við flugtakið þegar þotan var komin á hraða sem samsvarar 90 hnútum (kts).

Þotan staðnæmdist um 1.4 kílómetra niður eftir brautinni og yfirgaf þotan brautina og gáfu flugumferðarstjórar fyrirmæli um að aka á biðstað þar sem beðið var í 45 mínútur til þess að leyfa bremsunum að kólna á meðan.

Því næst fengu flugmennirnir heimild til þess að aka aftur í brautarstöðu að braut 22R og fór þotan í loftið áleiðis til Istanbúl um einni klukkustund eftir að hætt var við flugtakið.

Að sögn eins farþega sem var um borð í vélinni ávarpaði flugstjórinn farþega og sagði að hætt hefði verið við flugtakið vegna tæknilegs vandamáls sem kom skyndilega upp.  fréttir af handahófi

Boeing 737 MAX leyft að fljúga á ný í Nýja-Sjálandi

25. júní 2021

|

Boeing 737 MAX þoturnar hafa fengið leyfi til þess að fljúga á ný í Nýja-Sjálandi en nýsjálensk flugmálayfirvöld hafa gefið út flughæfnisvottun fyrir þoturnar.

Yfir 10.000 farþegar á einum degi um Keflavíkurflugvöll

5. júlí 2021

|

Met var slegið í fjölda farþega laugardaginn 3. júlí síðastliðinn þegar 10.580 farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 202

Fyrsta rafmagnsflugvélin frá Embraer flýgur sitt fyrsta flug

16. ágúst 2021

|

Fyrsta rafmagnsflugvélin sem brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer hefur framleitt hefur flogið sitt fyrsta flug en flugvélin nefnist EMB-203 Ipanema.

  Nýjustu flugfréttirnar

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

Óbólusettum flugmönnum hjá Aeroflot sagt upp störfum

7. september 2021

|

Nokkrum flugmönnum hjá rússneska flugfélaginu Aeroflot hefur verið sagt upp störfum þar sem þeir hafa ekki viljað láta bólusetja sig gegn COVID-19.

Vinnuvernd viðurkennt sem fluglæknasetur

3. september 2021

|

Samgöngustofa viðurkenndi nýlega starfsemi Vinnuverndar á sviði fluglækninga sem fluglæknasetur (Aero-medical center) en sú viðurkenning hefur m.a. það í för með sér að fyrirtækið getur nú sinnt öll

Fór í flugtak meðfram brautarkanti í stað miðlínu

1. september 2021

|

Atvik átti sér stað á McCarran-flugvellinum í Las Vegas í Bandaríkjunum í vikunni er farþegaþota af gerðinni Airbus A321 frá American Airlines tók sér brautarstöðu með nefhjólið stillt upp með fram h

Efast um að risapöntun til Boeing eigi sér stað á þessu ári

31. ágúst 2021

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist ekki eiga von á því að lágfargjaldafélagið írska eigi eftir að leggja inn risapöntun til Boeing á þessu ári í fleiri Boeing 737 MAX farþegaþotur.

Bjartari tímar framundan hjá Norwegian

31. ágúst 2021

|

Norwegian sér fram á betri tíma en flugfélagið norska segir að bókunum hafi fjölgað talsvert og þá dró úr taprekstri á fyrri árshelmingi samanborið við sama tímabil í fyrra.

Opið fyrir umsóknir í flugkennaranám

30. ágúst 2021

|

Flugakademía Íslands býður upp á námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem undirbýr þig fyrir alla þætti flugkennslu. Námskeiðið veitir flugkennararéttindi og áritanir. Næsta námskei

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00