flugfréttir

100 nýir flugvellir og 1.000 nýjar flugleiðir til 2025

23. ágúst 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:41

Frá Indira Gandhi flugvellinum í Nýju-Delí á Indlandi

Indverjar ætla sér að koma upp 100 nýjum flugvöllum og fjölga flugleiðum í áætlunarflugi um 1.000 á næstu fjórum árum.

Þetta segir Jyotiraditya Madhavrao Scindia, flugmálaráðherra Indlands, og er stefnan hluti af samgönguáætlun indversku ríkisstjórnarinnar sem miðar af því að efla flugsamgöngur enn frekar á næstu árum.

„Það er markmið okkar að koma up 1.000 nýjum flugleiðum og ljúka framkvæmdum á 100 nýjum flugvöllum fyrir árið 2025 en af þessum 1.000 flugleiðum þá er þegar byrjað að fljúga 363 af þeim frá því að áætlunin var gerð“, segir Scindia.

Af flugvöllunum eitt hundrað þá kemur fram að framkvæmdir eru þegar hafnar á 59 af þeim en í dag eru um 495 flugvellir á Indlandi.

Fyrsta stig áætlunarinnar er að tengja litlar borgir og bæi á Indlandi við stóra flugvelli en því næst verður farið í að koma aftur upp flugsamgöngum á milli staða sem sum flugfélög hafa hætt að þjóna þar sem þau hafa ýmist dregið saman seglinn eða hætt flugrekstri.

Þá verður einnig farið í að endurvekja upp flugvelli sem eru við það að leggjast í eyði og þá aðallega flugvelli þar sem áætlunarflug hefur lagst af að undanförnu.  fréttir af handahófi

Hundruðir flugvalla fá styrki frá FAA upp á 984 milljarða króna

23. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hefur veitt hundruðum flugvöllum í Bandaríkjunum styrki sem flugvellirnir munu nota til þess að ná sér aftur á strik fjárhagslega eftir heimsfaraldurinn vegna COVID-

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

Fyrsta rafmagnsflugvélin frá Embraer flýgur sitt fyrsta flug

16. ágúst 2021

|

Fyrsta rafmagnsflugvélin sem brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer hefur framleitt hefur flogið sitt fyrsta flug en flugvélin nefnist EMB-203 Ipanema.

  Nýjustu flugfréttirnar

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

Óbólusettum flugmönnum hjá Aeroflot sagt upp störfum

7. september 2021

|

Nokkrum flugmönnum hjá rússneska flugfélaginu Aeroflot hefur verið sagt upp störfum þar sem þeir hafa ekki viljað láta bólusetja sig gegn COVID-19.

Vinnuvernd viðurkennt sem fluglæknasetur

3. september 2021

|

Samgöngustofa viðurkenndi nýlega starfsemi Vinnuverndar á sviði fluglækninga sem fluglæknasetur (Aero-medical center) en sú viðurkenning hefur m.a. það í för með sér að fyrirtækið getur nú sinnt öll

Fór í flugtak meðfram brautarkanti í stað miðlínu

1. september 2021

|

Atvik átti sér stað á McCarran-flugvellinum í Las Vegas í Bandaríkjunum í vikunni er farþegaþota af gerðinni Airbus A321 frá American Airlines tók sér brautarstöðu með nefhjólið stillt upp með fram h

Efast um að risapöntun til Boeing eigi sér stað á þessu ári

31. ágúst 2021

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist ekki eiga von á því að lágfargjaldafélagið írska eigi eftir að leggja inn risapöntun til Boeing á þessu ári í fleiri Boeing 737 MAX farþegaþotur.

Bjartari tímar framundan hjá Norwegian

31. ágúst 2021

|

Norwegian sér fram á betri tíma en flugfélagið norska segir að bókunum hafi fjölgað talsvert og þá dró úr taprekstri á fyrri árshelmingi samanborið við sama tímabil í fyrra.

Opið fyrir umsóknir í flugkennaranám

30. ágúst 2021

|

Flugakademía Íslands býður upp á námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem undirbýr þig fyrir alla þætti flugkennslu. Námskeiðið veitir flugkennararéttindi og áritanir. Næsta námskei

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00