flugfréttir

Flugskóli Reykjavíkur semur um kaup á rafmagnsflugvélum

30. ágúst 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:10

eFlyer rafmagnsflugvélin frá Bye Aerospace

Flugskóli Reykjavíkur hefur gert samning um kaup á þremur eFlyer kennsluflugvélum en með kaupunum brýtur skólinn blað í sögu flugkennslu á Íslandi þar sem í fyrsta sinn verður nemendum boðin kennsla á flugvélum sem ganga fyrir rafmagni eingöngu.

Innleiðing eFlyer í flota flugskólans eru einnig mikilvæg tímamót í orkuskiptum hér á landi og marka upphaf að nýrri og umhverfisvænni framtíð í kennslu til flugs. Flugvélarnar sem um ræðir eru framleiddar af Bye Aerospace (USA) og eru af tvennum toga. Annars vegar tvennum eFlyer 2, sem eru tveggja sæta, og hinsvegar einni eFlyer 4, sem er fjögurra sæta kennsluflugvél.

Að auki standa viðræður yfir um samning að kauprétt á tveimur flugvélum í viðbót sem verða kynntar síðar. Stutt er síðan þróun rafmagnsflugvéla hófst fyrir alvöru og hefur takmarkað flugþol verið helsti flöskuháls á framleiðslu þeirra fyrir almennan markað. Bye Aerospace hefur með hönnun sinni tekið algera forystu á þessum markaði með því að tryggja 3 klukkustunda flugþol sem er langt umfram helstu samkeppnisaðila á markaði, sem flestir ná u.þ.b. einni klukkustund.

Árangur Bye Aerospace hefur hlotið mikla athygli og pantanir í vélar þeirra nema hundruðum. Áætlaður afhendingartími er eftir tvö til þrjú ár sem þykir stuttur tími á þessum nýja og spennandi markaði.

Mikið hagræði felst í notkun rafmagnsflugvéla til kennslu. Rafmagnsmótorar geta skilað hlutfallslega miklu afli og mun eFlyer 2 t.d. skila 150hp/110kwm sem er um 40-50% meira en brunahreyfill í svipuðum flokki.

Mestu munar að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagn sem hefur í för með sér umtalsverðan sparnað í rekstrarkostnaði sem áætlað er að verði eingöngu um 20% af rekstri sambærilegra flugvéla sem nota hefðbundið eldsneyti. Umhverfisáhrifin eru augljóslega afar jákvæð, þar sem kolefnisfótspor við notkun hinna nýju kennsluvéla verður ekkert og hljóðspor nánast ógreinanlegt.

Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur

Sem kennslutæki eru eFlyer vélarnar í fremstu röð. Þær eru búnar öllu því besta sem völ er á í stjórntækjum og siglingabúnaði en mestu nýmælin eru þau að vélarnar eru búnar fallhlífum sem eru áfastar við skrokk þeirra. Hægt er að sleppa hlífunum með einu handtaki og svífur hún þá örugg til jarðar. Þetta er nýjung sem staðalbúnaður kennsluvéla og eykur öryggi nemanda til muna.

“Fjárfesting í rafmagnsflugvélum til kennslu er stórt skref, bæði í sögu flugs á Íslandi almennt og í þeim orkuskiptum sem nú eiga sér stað. Með hinum nýju vélum verður Flugskóli Reykjavíkur leiðandi á sínu sviði og mun með stolti geta boðið upp á fyrsta flokks búnað til þjálfunar og kennslu. Aukið öryggi, lægri kostnaður og umhverfisvænni valkostur mun verða leiðarstef í þjónustu okkar við flugmenn framtíðarinnar”, segir Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur.

Flugskóli Reykjavíkur var stofnaður árið 2019 og hefur skólinn lagt áherslu á kennslu til einkaflugmannsprófs. Fjöldi nemanda hafa tekið sín fyrstu skref hjá skólanum og lokið þar grunnréttindum en þjónusta við reynslumeiri flugmenn er einnig snar þáttur í starfseminni s.s. vegna upprifjunarnámskeiða og endurnýjun réttinda.

Starfsemi flugskólans fer fram frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli þar sem 5 kennsluvélar skólans eru staðsettar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur starfsemi skólans vaxið hratt. Jákvæðar móttökur hafa hraðað langtímaáformum um að útvíkka þá þjónustu sem í boði er og leggur skólinn nú lokahönd á undirbúning til kennslu atvinnuflugmannsnáms.

Markmið Flugskóla Reykjavíkur er að vera áfram í fremstu röð í flugkennslu á Íslandi, líkt og innleiðing nýrra rafmagnsflugvéla ber með sér.  fréttir af handahófi

Kína undirbýr sig fyrir flugprófanir með 737 MAX

9. júlí 2021

|

Flugmálayfirvöld í Kína eru að undirbúa fyrstu tilraunaflugferðirnar með Boeing 737 MAX þotunum sem er liður í því að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir þoturnar og afnema kyrrsetningu þeirra þar í

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

Ryanair yfirgefur London Southend flugvöllinn

9. ágúst 2021

|

Ryanair hefur ákveðið að hætta að fljúga um Southend-flugvöllinn í London en stjórn flugvallarins reynir nú að sannfæra lágfargjaldafélagið írska um að halda áfram að fljúga um völlinn í stað þess a

  Nýjustu flugfréttirnar

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

Óbólusettum flugmönnum hjá Aeroflot sagt upp störfum

7. september 2021

|

Nokkrum flugmönnum hjá rússneska flugfélaginu Aeroflot hefur verið sagt upp störfum þar sem þeir hafa ekki viljað láta bólusetja sig gegn COVID-19.

Vinnuvernd viðurkennt sem fluglæknasetur

3. september 2021

|

Samgöngustofa viðurkenndi nýlega starfsemi Vinnuverndar á sviði fluglækninga sem fluglæknasetur (Aero-medical center) en sú viðurkenning hefur m.a. það í för með sér að fyrirtækið getur nú sinnt öll

Fór í flugtak meðfram brautarkanti í stað miðlínu

1. september 2021

|

Atvik átti sér stað á McCarran-flugvellinum í Las Vegas í Bandaríkjunum í vikunni er farþegaþota af gerðinni Airbus A321 frá American Airlines tók sér brautarstöðu með nefhjólið stillt upp með fram h

Efast um að risapöntun til Boeing eigi sér stað á þessu ári

31. ágúst 2021

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist ekki eiga von á því að lágfargjaldafélagið írska eigi eftir að leggja inn risapöntun til Boeing á þessu ári í fleiri Boeing 737 MAX farþegaþotur.

Bjartari tímar framundan hjá Norwegian

31. ágúst 2021

|

Norwegian sér fram á betri tíma en flugfélagið norska segir að bókunum hafi fjölgað talsvert og þá dró úr taprekstri á fyrri árshelmingi samanborið við sama tímabil í fyrra.

Opið fyrir umsóknir í flugkennaranám

30. ágúst 2021

|

Flugakademía Íslands býður upp á námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem undirbýr þig fyrir alla þætti flugkennslu. Námskeiðið veitir flugkennararéttindi og áritanir. Næsta námskei

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00