flugfréttir

Afhendingar á Dreamliner gætu frestast fram í október

6. september 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:41

Dreamliner-þotur í framleiðslu í verksmiðju Boeing í Suður-Karólínu

Mögulega getur Boeing ekki byrjað að hefja afhendingar á nýjum Dreamliner-þotum fyrr en í október þar sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni Boeing um að framkvæma úttekt og skoðanir á þeim.

Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í júlí að einhverjar af þeim nýsmíðuðum Dreamliner-þotur væru mögulega með framleiðslugalla sem þyrfti að finna lausn á áður en hægt væri að afhenda þær.

Þar sem viðskiptavinir og flugfélög greiða stærsta hluta kaupverðsins við afhendingu hefur verið mikið í mun fyrir Boeing að ná að hefja afhendingar á ný.

Boeing átti fund með FAA í byrjun ágúst í von um að hægt væri samþykkja lausn til þess að hægt væri að hefja gætaskoðanir aftur til þess að flýta fyrir afhendingum.

Talsmaður FAA segir að flugmálayfirvöld séu í viðræðum við Boeing og ekki verði gefið leyfi fyrir skoðunum „fyrr en að sérfræðingar okkar eru orðnir ánægðir með útkomuna“.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) sendu frá sér í apríl fyrirmæli er varðar lofthæfi allra þeirra Dreamliner-þotna sem skráðar eru í Bandaríkjunum þar sem farið var fram á skoðun á þrýstingsjöfnunarskilrúmum.

Hlé var gert á afhendingum á Boeing 787 í maí í vor en aftur kom upp nýtt vandamál í júlí þar sem í ljós komu annmarkar á gæðastaðli en þá höfðu yfir 100 Dreamliner-þotur hrannast upp hjá Boeing sem bíða þess að verða afhentar.

Það var í ágúst árið 2020 sem fyrst fór að bera aftur á vandamálum með Dreamliner-þoturnar og hafa komið upp vandamál í rafkerfi, í samskeytum á klæðningum vélanna, í burðarþoli og í stélvængjum.  fréttir af handahófi

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

Boeing 737 MAX leyft að fljúga á ný í Nýja-Sjálandi

25. júní 2021

|

Boeing 737 MAX þoturnar hafa fengið leyfi til þess að fljúga á ný í Nýja-Sjálandi en nýsjálensk flugmálayfirvöld hafa gefið út flughæfnisvottun fyrir þoturnar.

Færri en 10 júmbó-þotur sem á eftir að afhenda

11. ágúst 2021

|

Í dag eru færri en tíu júmbó-þotur sem Boeing á eftir að afhenda af gerðinni Boeing 747-8 en eftir það mun framleiðsla á júmbó-þotunni taka enda.

  Nýjustu flugfréttirnar

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

Óbólusettum flugmönnum hjá Aeroflot sagt upp störfum

7. september 2021

|

Nokkrum flugmönnum hjá rússneska flugfélaginu Aeroflot hefur verið sagt upp störfum þar sem þeir hafa ekki viljað láta bólusetja sig gegn COVID-19.

Vinnuvernd viðurkennt sem fluglæknasetur

3. september 2021

|

Samgöngustofa viðurkenndi nýlega starfsemi Vinnuverndar á sviði fluglækninga sem fluglæknasetur (Aero-medical center) en sú viðurkenning hefur m.a. það í för með sér að fyrirtækið getur nú sinnt öll

Fór í flugtak meðfram brautarkanti í stað miðlínu

1. september 2021

|

Atvik átti sér stað á McCarran-flugvellinum í Las Vegas í Bandaríkjunum í vikunni er farþegaþota af gerðinni Airbus A321 frá American Airlines tók sér brautarstöðu með nefhjólið stillt upp með fram h

Efast um að risapöntun til Boeing eigi sér stað á þessu ári

31. ágúst 2021

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist ekki eiga von á því að lágfargjaldafélagið írska eigi eftir að leggja inn risapöntun til Boeing á þessu ári í fleiri Boeing 737 MAX farþegaþotur.

Bjartari tímar framundan hjá Norwegian

31. ágúst 2021

|

Norwegian sér fram á betri tíma en flugfélagið norska segir að bókunum hafi fjölgað talsvert og þá dró úr taprekstri á fyrri árshelmingi samanborið við sama tímabil í fyrra.

Opið fyrir umsóknir í flugkennaranám

30. ágúst 2021

|

Flugakademía Íslands býður upp á námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem undirbýr þig fyrir alla þætti flugkennslu. Námskeiðið veitir flugkennararéttindi og áritanir. Næsta námskei

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00