flugfréttir

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Frétt skrifuð kl. 10:55

Dash 8 Q400 flugvél Widerøe á flugvellinum í Vágar sl. föstudag

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

Fyrsta flug Widerøe til Færeyja var flogið þann 3. september sl. og voru 27 farþegar um borð í fyrsta fluginu til eyjanna en 47 farþegar áttu bókað flug frá Færeyjum til Bergen.

Widerøe mun fljúga til Færeyja á föstudögum og mánudögum og notar félagið Dash 8 Q400 flugvélar fyrir flugið en flugleiðin frá Bergen til Færeyja er 600 kílómetra löng í beinni línu.

Flugvél Widerøe fékk höfðinglegar móttökur við komuna til Færeyja sl. föstudag

„Við hjá flugvellinum í Færeyjum erum ótrúlega spennt að þetta sé orðið að veruleika“, segir Regin I. Jakobsen hjá flugvellinum í Færeyjum en flugið frá Bergen til Vágar tekur um eina klukkustund og 45 mínútur.

Widerøe er þriðja flugfélagið sem flýgur reglubundið áætlunarflug til og frá Færeyjum og annað erlenda flugfélagið auk Scandinavian Airlines (SAS) en þá flýgur Atlantic Airways Helicopter frá Vágar til 10 staða á þeim eyjum sem tilheyra Færeyjum og Atlantic Airways til átta áfangastaða í Evrópu.  fréttir af handahófi

Vúdú-prestar særðu út illa anda úr þotu sem varð fyrir eldingu

30. júní 2021

|

Prestar voru kallaðir út á flugvöllinn í Lomé, höfuðborg Afríkuríkisins Togo, á dögunum til þess að særa út illa anda sem hefðu mögulega andsetið Dreamliner-þotu af gerðinni Boeing 787 eftir að hún v

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Ryanair yfirgefur London Southend flugvöllinn

9. ágúst 2021

|

Ryanair hefur ákveðið að hætta að fljúga um Southend-flugvöllinn í London en stjórn flugvallarins reynir nú að sannfæra lágfargjaldafélagið írska um að halda áfram að fljúga um völlinn í stað þess a

  Nýjustu flugfréttirnar

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

Óbólusettum flugmönnum hjá Aeroflot sagt upp störfum

7. september 2021

|

Nokkrum flugmönnum hjá rússneska flugfélaginu Aeroflot hefur verið sagt upp störfum þar sem þeir hafa ekki viljað láta bólusetja sig gegn COVID-19.

Vinnuvernd viðurkennt sem fluglæknasetur

3. september 2021

|

Samgöngustofa viðurkenndi nýlega starfsemi Vinnuverndar á sviði fluglækninga sem fluglæknasetur (Aero-medical center) en sú viðurkenning hefur m.a. það í för með sér að fyrirtækið getur nú sinnt öll

Fór í flugtak meðfram brautarkanti í stað miðlínu

1. september 2021

|

Atvik átti sér stað á McCarran-flugvellinum í Las Vegas í Bandaríkjunum í vikunni er farþegaþota af gerðinni Airbus A321 frá American Airlines tók sér brautarstöðu með nefhjólið stillt upp með fram h

Efast um að risapöntun til Boeing eigi sér stað á þessu ári

31. ágúst 2021

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist ekki eiga von á því að lágfargjaldafélagið írska eigi eftir að leggja inn risapöntun til Boeing á þessu ári í fleiri Boeing 737 MAX farþegaþotur.

Bjartari tímar framundan hjá Norwegian

31. ágúst 2021

|

Norwegian sér fram á betri tíma en flugfélagið norska segir að bókunum hafi fjölgað talsvert og þá dró úr taprekstri á fyrri árshelmingi samanborið við sama tímabil í fyrra.

Opið fyrir umsóknir í flugkennaranám

30. ágúst 2021

|

Flugakademía Íslands býður upp á námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem undirbýr þig fyrir alla þætti flugkennslu. Námskeiðið veitir flugkennararéttindi og áritanir. Næsta námskei

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00