flugfréttir

Flugmenn hjá BA fá boð um að fljúga þotum fyrir Qatar Airways

- Qatar Airways nær ekki að manna allar áhafnir eftir kórónaveirufaraldurinn

29. september 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:12

Boeing 777 þota frá Qatar Airways á Heathrow-flugvellinum í London

Hópur flugmanna hjá British Airways hafa fengið boð um að þiggja starf hjá Qatar Airways sem er í vandræðum þessa daganna við að manna áhafnir um borð í Boeing 777 þotum félagsins fyrir vetrartímann.

Um er að ræða þá flugmenn hjá British Airways sem fljúga Boeing 777 þotunum en verið er að óska eftir að minnsta kosti 40 flugmönnum og er hlutfall frekar jafnt milli flugmanna og flugstjóra sem beðið er um.

Um tímabundnar tilfæringar er að ræða og myndu þeir flugmenn, sem taka boðinu, aðeins fljúga Boeing 777 þotunum hjá Qatar Airways í vetur eða fram á næsta vor.

Fram kemur að þjálfun fer fram í Doha í október og í nóvember og myndu flugmenn byrja að fljúga þotunum hjá Qatar Airways mjög fljótlega eftir en British Airways mun greiða flugmönnunum launin hinsvegar en ekki Qatar Airways.

Þess má geta að Qatar Airways á 25 prósenta hlut IAG (International Airlines Group) sem er móðurfélag British Airways en þetta er ekki í fyrsta sinn sem að flugfélögin tvö hlaupa undir bagga fyrir hvort annað þegar þau lenda í vandræðum með áhafnir eða flotamál.

Ástæða þess að Qatar Airways þarf á flugmönnum British Airways að halda er tilkomin þar sem félagið hefur verið að færa út kvíarnar á ný á miklum hraða í kjölfar heimsfaraldursins til þess að anna eftirspurninni á sama tíma og félagið hefur ekki nægilega marga flugmenn til taks á meðan British Airways hefur fleiri flugmenn en félagið mun hafa þörf fyrir í vetur.  fréttir af handahófi

Opið fyrir umsóknir í flugkennaranám

30. ágúst 2021

|

Flugakademía Íslands býður upp á námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem undirbýr þig fyrir alla þætti flugkennslu. Námskeiðið veitir flugkennararéttindi og áritanir. Næsta námskei

Airbus ætlar að styrkja stöðu sína í smíði fraktflugvéla

17. september 2021

|

Airbus flugvélaframleiðandinn segist staðráðinn í því að koma með meiri samkeppni á markaðinn er varðar fraktflug og telur framkvæmdarstjóri fyrirtækisins að þörf sá á meiri samkeppni í flokki fraktf

Emirates endurheimtir 90 prósent af leiðarkerfi sínu

12. ágúst 2021

|

Emirates býr sig nú undir að endurheimta umsvif sín að nýju eftir kórónaveirufaraldurinn og stefnir flugfélagið á að hefja að nýju flug til 29 borga með yfir 270 flugferðum á viku til viðbótar til tól

  Nýjustu flugfréttirnar

Fékk eldfjallaösku í hreyfla eftir flugtak frá Tenerife

15. október 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ryanair þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá Tenerife eftir að aska fór inn í hreyflana frá eldgosinu á Kanaríeyjum.

Síðasta flugið í sögu Alitalia

15. október 2021

|

Alitalia flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug en saga þessa ítalska flugfélags heyrir núna sögunni til eftir 75 ára starfsemi.

FAA vill fækka slysum í Alaska og efla flugöryggi

15. október 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að kynna á næstunni tillögur til þess að draga úr flugslysum og flugatvikum í Alaska en tíðni slysa og óhappa í fluginu er mun meiri þar en í öðrum fylkjum Banda

Norska ríkið mun verja 22 milljörðum til flugmála á næsta ári

13. október 2021

|

Norska ríkið ætlar að verja um 1.4 milljarði norskra króna í flugiðnaðinn í landinu á næsta ári eða sem samsvarar tæpum 22 milljörðum króna til þess að styrkja innviði flugsins í landinu.

Lufthansa endurgreiðir þýska ríkinu yfir 200 milljarða

13. október 2021

|

Lufthansa lítur til framtíðar með björtum augum eftir heimsfaraldurinn og hefur flugfélagið þýska endurgreitt þýsku ríkisstjórninni um 220 milljarða króna sem félagið fékk í fjárhagsaðstoð vegna COV

Great Dane Airlines gjaldþrota

13. október 2021

|

Danska flugfélagið Great Dane Airlines er gjaldþrota eftir aðeins þriggja ára starfsemi.

Farþegi slasaðist við að fjarlægja hjólakubba með mótor í gangi

11. október 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er farþegi í lítilli flugvél slasaðist alvarlega er hann reyndi að fjarlægja hjólakubba frá nefhj

Air Seychelles fer fram á gjaldþrotavernd vegna skulda

10. október 2021

|

Flugfélagið Air Seychelles hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð í þeim tilgangi að fá vernd frá kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan reynt verður að ná að komast yfir skuldabagga félagsins.

Spá farþegafjölda upp á 8 milljónir um KEF árið 2024

7. október 2021

|

Ný samantekt Isavia um mögulegan fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll næstu þrjú árin sýnir að ef bjartsýnustu spár ganga eftir gætu fleiri farþegar farið um flugvöllinn árið 2024 en árið 2019, þ.e. á

Nýtt fyrirkomulag á ástandsmati flugbrauta

5. október 2021

|

Nýtt fyrirkomulag hefur verið innleitt við mat á ástandi flugbrauta við vetraraðstæður og upplýsingagjöf til flugmanna um brautarástand á íslenskum alþjóða- og áætlanaflugvöllum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00