flugfréttir

Sækja um leyfi til að fljúga til New York, Miami og Los Angeles

- Nýja norska lágfargjaldafélagið stefnir á fyrstu flugin næsta vor

29. september 2021

|

Frétt skrifuð kl. 19:58

Fyrsta Dreamliner-þotan fyrir Norse Atlantic Airways nýmáluð í litum félagsins

Komið hefur í ljós hverjir fyrstu áfangastaðirnir í Norður-Ameríku verða sem nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways stefnir á að fljúga til.

Norse Atlantic Airways, sem ætlar sér að fylla í skarðið sem Norwegian skildi eftir sig í farþegaflugi yfir Atlantshafið, hefur sótt um leyfi til samgönguráðuneytis Bandaríkjanna fyrir þremur áfangastöðum.

Flugvellirnir þrír sem sótt er um leyfi fyrir eru Fort Lauderdale í Flórída, Stewart-flugvöllurinn í New York fylki og Ontario-flugvöllurinn á Los Angeles-svæðinu í Kaliforníu og verður flogið til þeirra allra frá Gardermoen-flugvellinum í Osló.

Þetta kemur fram í umsókn félagsins til bandarískra stjórnvalda en Norse Atlantic Airways býður nú eftir því að fá útgefið flugrekstarleyfi og vonast félagið eftir fá það í hendurnar í nóvember.

Norse Atlantic Airways vonast eftir að geta hafið flug til Bandaríkjanna vorið 2022 eða um sumarið og mun félagið byrja með þrjár Dreamliner-þotur sem allar voru áður í flota Norwegian sem hefur í dag losað sig við allar Boeing 787 breiðþoturnar.

Norse Atlantic Airways stefnir á að hefja áætlunarflug til Bandaríkjanna næsta vor

Áfangastaðirnir þrír þykja ekki koma á óvart þar sem um er að ræða fjölmenn svæði í Bandaríkjunum en hinsvegar vekur athygli að Norse Atlantic Airways velur minni flugvelli í nágrenni tveggja áfangastaðanna á borð við Steward-flugvöll og Ontario-flugvöll.

Báðir flugvellirnir þjóna ekki beint stórborgunum tveimur, New York og Los Angeles, en eru notaðir af minni flugfélögum á borð við American Eagle auk þess fraktflugfélög fljúga til Stewart-flugvallarins.

Ontario-flugvöllur er staðsettur í San Bernardino og er hann notaður af Alaska Airlines, American Airlines, Delta Air Lines, Frontier Airlines, Hawaiian Airlines, Southwest og United Airlines auk þess sem erlend flugfélög á borð við China Airlines, Volaris og Avianca El Salvador fljúga til vallarins.

Þá er Ontario-flugvöllur stór fraktflugvöllur sem notaður er af Amazon Air, Amerijet, FedEx, Kalitta Air og UPS (United Parcel Service).  fréttir af handahófi

Lufthansa endurgreiðir þýska ríkinu yfir 200 milljarða

13. október 2021

|

Lufthansa lítur til framtíðar með björtum augum eftir heimsfaraldurinn og hefur flugfélagið þýska endurgreitt þýsku ríkisstjórninni um 220 milljarða króna sem félagið fékk í fjárhagsaðstoð vegna COV

100 nýir flugvellir og 1.000 nýjar flugleiðir til 2025

23. ágúst 2021

|

Indverjar ætla sér að koma upp 100 nýjum flugvöllum og fjölga flugleiðum í áætlunarflugi um 1.000 á næstu fjórum árum.

Sækja um leyfi til að fljúga til New York, Miami og Los Angeles

29. september 2021

|

Komið hefur í ljós hverjir fyrstu áfangastaðirnir í Norður-Ameríku verða sem nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways stefnir á að fljúga til.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fékk eldfjallaösku í hreyfla eftir flugtak frá Tenerife

15. október 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ryanair þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá Tenerife eftir að aska fór inn í hreyflana frá eldgosinu á Kanaríeyjum.

Síðasta flugið í sögu Alitalia

15. október 2021

|

Alitalia flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug en saga þessa ítalska flugfélags heyrir núna sögunni til eftir 75 ára starfsemi.

FAA vill fækka slysum í Alaska og efla flugöryggi

15. október 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að kynna á næstunni tillögur til þess að draga úr flugslysum og flugatvikum í Alaska en tíðni slysa og óhappa í fluginu er mun meiri þar en í öðrum fylkjum Banda

Norska ríkið mun verja 22 milljörðum til flugmála á næsta ári

13. október 2021

|

Norska ríkið ætlar að verja um 1.4 milljarði norskra króna í flugiðnaðinn í landinu á næsta ári eða sem samsvarar tæpum 22 milljörðum króna til þess að styrkja innviði flugsins í landinu.

Lufthansa endurgreiðir þýska ríkinu yfir 200 milljarða

13. október 2021

|

Lufthansa lítur til framtíðar með björtum augum eftir heimsfaraldurinn og hefur flugfélagið þýska endurgreitt þýsku ríkisstjórninni um 220 milljarða króna sem félagið fékk í fjárhagsaðstoð vegna COV

Great Dane Airlines gjaldþrota

13. október 2021

|

Danska flugfélagið Great Dane Airlines er gjaldþrota eftir aðeins þriggja ára starfsemi.

Farþegi slasaðist við að fjarlægja hjólakubba með mótor í gangi

11. október 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er farþegi í lítilli flugvél slasaðist alvarlega er hann reyndi að fjarlægja hjólakubba frá nefhj

Air Seychelles fer fram á gjaldþrotavernd vegna skulda

10. október 2021

|

Flugfélagið Air Seychelles hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð í þeim tilgangi að fá vernd frá kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan reynt verður að ná að komast yfir skuldabagga félagsins.

Spá farþegafjölda upp á 8 milljónir um KEF árið 2024

7. október 2021

|

Ný samantekt Isavia um mögulegan fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll næstu þrjú árin sýnir að ef bjartsýnustu spár ganga eftir gætu fleiri farþegar farið um flugvöllinn árið 2024 en árið 2019, þ.e. á

Nýtt fyrirkomulag á ástandsmati flugbrauta

5. október 2021

|

Nýtt fyrirkomulag hefur verið innleitt við mat á ástandi flugbrauta við vetraraðstæður og upplýsingagjöf til flugmanna um brautarástand á íslenskum alþjóða- og áætlanaflugvöllum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00