flugfréttir

Great Dane Airlines gjaldþrota

- Hætta rekstri eftir 3 ára starfsemi

13. október 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:30

Embraer 195 þota frá flugfélaginu Great Dane Airlines

Danska flugfélagið Great Dane Airlines er gjaldþrota eftir aðeins þriggja ára starfsemi.

Great Dane Airlines, sem var stofnað í júní árið 2018, hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta en félagið setti á fésbókarsíðu sína sl. mánudag færslu þar sem stóð: „Við höfum átt mjög erfitt uppdráttar vegna kórónaveirufaraldrusins og þar af leiðandi getum við ekki flogið meira“.

Eigild Christensen, eigandi og stofnandi Great Dane Airlines, segir að félagið hefði tapað um 76 milljónum króna í hverjum mánuði áfram í vetur og var því ákveðið að leggja árar í bát.

Rekstur félagsins hefur gengið mjög erfiðlega alveg frá stofnun félagsins árið 2018 en taprekstur þess á fyrsta rekstarári, árið 2019, nam hálfum milljarði króna og tvöfaldaðist sú tala árið 2020 er félagið tapaði 1.030 milljónum króna.

Great Dane Airlines, sem hafði höfuðstöðvar sínar í Álaborg, flaug sitt fyrsta flug þann 14. júní árið 2019 til Rhodos á Grikklandi og sinnti félagið leiguflugi fyrst um sinn en fyrsta áætlunarflug félagsins var flogið þann 21. júní 2019 til Dublin á Írlandi.

Flugfloti Great Dane Airlines samanstóð af þremur þotum af gerðinni Embraer 195 sem voru teknar á leigu frá flugvélaleigunni SEBC.  fréttir af handahófi

Flugfarþegum fjölgar en ekki mikill bati yfir höfuð

2. ágúst 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að aðeins sé farið að örla fyrir aukinni eftirspurn í farþegaflugi á heimsvísu ef teknar eru saman tölur um eftirspurn bæði í millilandaflugi og í innanlandsf

Korean Air ætlar að hætta með A380 innan fimm ára

19. ágúst 2021

|

Suður-kóreska flugfélagið Korean Air hefur tekið ákvörðun um að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar innan fimm ára.

Nýtt flugfélag hætti starfsemi eftir aðeins einn dag í rekstri

9. ágúst 2021

|

Nýtt flugfélag á Kanaríeyjum hefur hætt starfsemi sinni tímabundið eftir að hafa aðeins flogið áætlunarflug í einn dag sem var fyrsti dagur félagsins en félagið ákvað fimm dögum síðar að fresta öllu f

  Nýjustu flugfréttirnar

Fékk eldfjallaösku í hreyfla eftir flugtak frá Tenerife

15. október 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ryanair þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá Tenerife eftir að aska fór inn í hreyflana frá eldgosinu á Kanaríeyjum.

Síðasta flugið í sögu Alitalia

15. október 2021

|

Alitalia flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug en saga þessa ítalska flugfélags heyrir núna sögunni til eftir 75 ára starfsemi.

FAA vill fækka slysum í Alaska og efla flugöryggi

15. október 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að kynna á næstunni tillögur til þess að draga úr flugslysum og flugatvikum í Alaska en tíðni slysa og óhappa í fluginu er mun meiri þar en í öðrum fylkjum Banda

Norska ríkið mun verja 22 milljörðum til flugmála á næsta ári

13. október 2021

|

Norska ríkið ætlar að verja um 1.4 milljarði norskra króna í flugiðnaðinn í landinu á næsta ári eða sem samsvarar tæpum 22 milljörðum króna til þess að styrkja innviði flugsins í landinu.

Lufthansa endurgreiðir þýska ríkinu yfir 200 milljarða

13. október 2021

|

Lufthansa lítur til framtíðar með björtum augum eftir heimsfaraldurinn og hefur flugfélagið þýska endurgreitt þýsku ríkisstjórninni um 220 milljarða króna sem félagið fékk í fjárhagsaðstoð vegna COV

Great Dane Airlines gjaldþrota

13. október 2021

|

Danska flugfélagið Great Dane Airlines er gjaldþrota eftir aðeins þriggja ára starfsemi.

Farþegi slasaðist við að fjarlægja hjólakubba með mótor í gangi

11. október 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er farþegi í lítilli flugvél slasaðist alvarlega er hann reyndi að fjarlægja hjólakubba frá nefhj

Air Seychelles fer fram á gjaldþrotavernd vegna skulda

10. október 2021

|

Flugfélagið Air Seychelles hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð í þeim tilgangi að fá vernd frá kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan reynt verður að ná að komast yfir skuldabagga félagsins.

Spá farþegafjölda upp á 8 milljónir um KEF árið 2024

7. október 2021

|

Ný samantekt Isavia um mögulegan fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll næstu þrjú árin sýnir að ef bjartsýnustu spár ganga eftir gætu fleiri farþegar farið um flugvöllinn árið 2024 en árið 2019, þ.e. á

Nýtt fyrirkomulag á ástandsmati flugbrauta

5. október 2021

|

Nýtt fyrirkomulag hefur verið innleitt við mat á ástandi flugbrauta við vetraraðstæður og upplýsingagjöf til flugmanna um brautarástand á íslenskum alþjóða- og áætlanaflugvöllum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00