flugfréttir

FAA leitar að hönnuðum fyrir nýja flugturna

29. október 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:36

Flugturninn á flugvellinum í Houston í Bandaríkjunum

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa formlega hafið leit að fyrirtæki til þess að taka að sér hönnun á næstu kynslóð af flugturnum fyrir fjölmarga flugvelli víðsvegar um Bandaríkin.

Í dag eru yfir 100 flugturnar í Bandaríkjunum sem eru komnir til ára sinna sem þurfa endurnýjun og þarf á einhverjum tímapunkti að reisa nýja í stað þeirra.

Flestir flugturnarnir, sem þarf að skipta út, eru staðsettir á minni flugvöllum og þeim innanlandsflugvöllum sem flokkast sem svæðisflugvellir (regional airports).

„Fyrir smærri og stærri flugvallarsamfélög þá eru flugturnarnir það sem gerir þau táknræn. Við þurfum arkitekta og verkfræðinga hvaðan sem er í Bandaríkjunum til þess að aðstoða okkur við að byggja örugga og sjálfbæra flugturna fyrir framtíðina“, segir Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, í yfirlýsingu frá Bandarískum flugmálayfirvöldum.

Fram kemur að leitað sé að hönnuðum eða hönnunarfyrirtæki sem geta hannað flugturna sem þurfa að uppfylla rekstrarleg skilyrði og með starfsumhverfi í huga. Þá þurfa flugturnarnir að vera hannaðir svo þeir bjóði upp á hagkvæmni og þarf stjórnbyggingin sjálf efst á turninum að vera hönnuð svo hægt sé að hafa hana í hvaða hæð sem er á hverjum flugvelli fyrir sig.

Flugturninn á flugvellinum í Sacramento var hannaður af I.M. Pei á sjöunda áratugnum

Tekið er sem dæmi nýr flugturn sem verið er að reisa á flugvellinum í Tucson í Arizona en sá turn er sá fyrsti í Bandaríkjunum sem gengur algjörlega fyrir vistvænni orku með 1.600 sólarsellum sem veitir turninum allt það rafmagn sem hann þarf.

FAA fór þessa sömu leið á sjöunda áratug síðustu aldar þegar leit var gerð af hönnuði til að hanna flugturna á þeim tíma og varð það bandaríski-kínverski arkitektin I.M. Pei sem varð fyrir valinu en John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, fór fram á flugturna sem endurspegluðu stollt, framtak og metnað Bandaríkjanna.

Svo fór að Pei hannaði flugturn fyrir 16 flugvelli í Bandaríkjunum og eru margir af þeim ennþá í notkun í dag og þar á meðal er þá að finna á flugvöllunum í Jacksonville, Chicago O´Hare og í Sacramento.

FAA mun velja úr hópi umsækjenda sex aðila sem hver og einn fær 100.000 Bandaríkjadali (12.8 milljónir króna) fyrir þeirra framlag til þess að koma með hugmyndir af stækkanlegum, sjálfbærum og stöðluðum flugturni ásamt kostnaðaráætlun.  fréttir af handahófi

Nokkur flugfélög undirbúa endurkomu Airbus A380

8. nóvember 2021

|

Nokkur flugfélög eru farin að undirbúa sig fyrir endurkomu Airbus A380 risaþotnanna þrátt fyrir að flestar af þeim séu enn kyrrsettar í langtímageymslu vegna heimsfaraldursins.

Lufthansa endurgreiðir þýska ríkinu yfir 200 milljarða

13. október 2021

|

Lufthansa lítur til framtíðar með björtum augum eftir heimsfaraldurinn og hefur flugfélagið þýska endurgreitt þýsku ríkisstjórninni um 220 milljarða króna sem félagið fékk í fjárhagsaðstoð vegna COV

Airbus afhenti 40 flugvélar í september

12. október 2021

|

Airbus afhenti 40 flugvélar í septembermánuði til 25 viðskiptavina sem er sami flugvélafjöldi og framleiðandinn afhenti í ágústmánuði.

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Isavia hlýtur ISO 14001 umhverfisvottun

18. nóvember 2021

|

Isavia ohf. hlaut á dögunum ISO 14001 umhverfisvottun. Við innleiðingu á þessum umfangsmikla umhverfisstjórnunarstaðli voru umhverfisþættir í starfsemi fyrirtækisins greindir, komið á vöktun og stýrin

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00