flugfréttir

20 farþegar létu sig hverfa þegar lent var með veikan farþega

- Veiki farþeginn grunaður um að hafa aðstoðað ólöglega innflytjendur

8. nóvember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:29

Airbus A320 þotan á flugvellinum á Palma de Mallorca skömmu eftir lendinguna sl. föstudag

Yfir tuttugu farþegar létu sig hverfa frá borði er farþegaþota frá flugfélaginu Air Arabia Maroc þurfti að lenda á eyjunni Mallorca um helgina vegna veikinda um borð meðal eins farþega.

Þotan sem er af gerðinni Airbus A320 var á leið frá Casablanca til Istanbúl sl. föstudag þegar þegar lýst var yfir neyðartilfelli vegna farþega sem hafði veikst skyndilega á leiðinni þegar þotan var yfir Miðjarðarhafi nálægt austurströnd Spánar.

Áhöfnin ákvað að lenda í Palma de Mallorca til að koma farþeganum undir læknishendur. Þegar vélin lenti og sjúkraliðar fóru um borð nýttu yfir tuttugu farþegar sér tækifærið og fóru frá borði og létu sig hverfa á meðan verið var að koma sjúklingnum frá borði.

Lögregla hóf þegar í stað leit að farþegunum á flugvallarsvæðinu og þurftu þrettán komuflugvélar að lenda á öðrum flugvöllum auk þess sem seinka þurfti brottför hjá 16 flugvélum.

Lögreglan náði að hafa hendur í hári meðal 12 farþega sem voru handteknir en enn stendur leit yfir að öðrum tólf farþegum sem hafa ekki fundist.

Maðurinn sem veiktist, sem er frá Marokkó, reyndist svo við hestaheilsu og amaði ekkert að honum og var hann handtekinn í kjölfarið þar sem hann er grunaður um að hafa gert upp veikindin til þess að aðstoða við að koma flóttamönnum til Spánar. Annar aðili, sem var með honum í för þegar hann var fluttur undir læknishendur, flúði af spítalanum og hefur enn ekki fundist.

Um fjögurra tíma seinkun varð á brottför þotunnar sem hélt loks aftur af stað áleiðis til Istanbúl.  fréttir af handahófi

Afhendingar á Dreamliner gætu frestast fram í október

6. september 2021

|

Mögulega getur Boeing ekki byrjað að hefja afhendingar á nýjum Dreamliner-þotum fyrr en í október þar sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni Boeing um að framkvæma úttekt og skoðanir

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

8 milljónir um Berlín Brandenburg fyrsta árið

2. nóvember 2021

|

Þessi mánaðarmót var eitt ár liðið frá því að Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín var tekinn í notkun en á fyrsta árinu voru 8 milljónir farþega sem fóru um flugvöllinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Isavia hlýtur ISO 14001 umhverfisvottun

18. nóvember 2021

|

Isavia ohf. hlaut á dögunum ISO 14001 umhverfisvottun. Við innleiðingu á þessum umfangsmikla umhverfisstjórnunarstaðli voru umhverfisþættir í starfsemi fyrirtækisins greindir, komið á vöktun og stýrin

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00