flugfréttir

20 farþegar létu sig hverfa þegar lent var með veikan farþega

- Veiki farþeginn grunaður um að hafa aðstoðað ólöglega innflytjendur

8. nóvember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:29

Airbus A320 þotan á flugvellinum á Palma de Mallorca skömmu eftir lendinguna sl. föstudag

Yfir tuttugu farþegar létu sig hverfa frá borði er farþegaþota frá flugfélaginu Air Arabia Maroc þurfti að lenda á eyjunni Mallorca um helgina vegna veikinda um borð meðal eins farþega.

Þotan sem er af gerðinni Airbus A320 var á leið frá Casablanca til Istanbúl sl. föstudag þegar þegar lýst var yfir neyðartilfelli vegna farþega sem hafði veikst skyndilega á leiðinni þegar þotan var yfir Miðjarðarhafi nálægt austurströnd Spánar.

Áhöfnin ákvað að lenda í Palma de Mallorca til að koma farþeganum undir læknishendur. Þegar vélin lenti og sjúkraliðar fóru um borð nýttu yfir tuttugu farþegar sér tækifærið og fóru frá borði og létu sig hverfa á meðan verið var að koma sjúklingnum frá borði.

Lögregla hóf þegar í stað leit að farþegunum á flugvallarsvæðinu og þurftu þrettán komuflugvélar að lenda á öðrum flugvöllum auk þess sem seinka þurfti brottför hjá 16 flugvélum.

Lögreglan náði að hafa hendur í hári meðal 12 farþega sem voru handteknir en enn stendur leit yfir að öðrum tólf farþegum sem hafa ekki fundist.

Maðurinn sem veiktist, sem er frá Marokkó, reyndist svo við hestaheilsu og amaði ekkert að honum og var hann handtekinn í kjölfarið þar sem hann er grunaður um að hafa gert upp veikindin til þess að aðstoða við að koma flóttamönnum til Spánar. Annar aðili, sem var með honum í för þegar hann var fluttur undir læknishendur, flúði af spítalanum og hefur enn ekki fundist.

Um fjögurra tíma seinkun varð á brottför þotunnar sem hélt loks aftur af stað áleiðis til Istanbúl.  fréttir af handahófi

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Hafa skilað einu þotunni sem félagið hafði í flotanum

2. janúar 2022

|

Ítalska flugfélagið EGO Airways hefur skilað einu flugvélinni sem félagið hafði í flota sínum til eigenda sinna og er félagið nú í leit að nýjum flugvélum til þess að geta haldið starfsemi sinni gang

FAA gagnrýnir Boeing fyrir öryggis- og eftirlitsmál

12. nóvember 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent Boeing bréf þar sem bent er á að sumir verkfræðingar sem flugvélaframleiðandinn hefur gert að eftirlitsmönnum til þess að meta öryggisatriði, taka viðtöl og

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við hávaða í nýju hverfi sem mun rísa beint undir aðfluginu

18. janúar 2022

|

Stjórn flugvallarins í áströlsku borginni Brisbane hafa beðið borgarstjórn borgarinnar að sjá til þess að þeir íbúar, sem koma til með að kaupa nýjar íbúðir í nýju hverfi sem er að rísa í borginni,

Fresta flugi í 2 mánuði vegna skorts á flugvélum

18. janúar 2022

|

Úkraínska flugfélagið Air Ocean Airlines hefur neyðst til þess að fella niður allt áætlunarflug í tvo mánuði vegna skorts á flugvélum sem er tilkomið vegna viðhaldsskoðana og seinkunar á afhendingum

Næst lengsta flug í heimi tekið upp að nýju

18. janúar 2022

|

Singapore Airlines ætlar að hefja á ný næst lengsta áætlunarflug í heimi en flugfélagið mun á næstunni byrja aftur að bjóða upp á flug á milli Singapore og New York.

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00