flugfréttir

Nokkur flugfélög undirbúa endurkomu Airbus A380

8. nóvember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:01

Qatar Airways, Qantas og British Airways undirbúa sig fyrir endurkomu Airbus A380 risaþotnanna

Nokkur flugfélög eru farin að undirbúa sig fyrir endurkomu Airbus A380 risaþotnanna þrátt fyrir að flestar af þeim séu enn kyrrsettar í langtímageymslu vegna heimsfaraldursins.

Eins og staðan er í dag er Emirates eina flugfélagið í heiminum sem flýgur risaþotunni eftir heimsfaraldurinn en á næstu vikum mun Qatar Airways bætast við í hópinn og þá er fyrsta risaþotan sem ástralska flugfélagið Qantas hefur sótt úr langtímageymslu á leið til Ástralíu en í dag, 8. nóvember, lagði hún af stað frá Dresden í Þýskalandi.

Qatar Airways hefur sótt fimm risaþotur úr langtímageymslu sem eru nú staðsettar á nýja Hamad International flugvellinum í Doha en félagið hefur alls 10 risaþotur í flotanum.

Risaþoturnar fimm munu hefja aftur áætlunarflug á næstu vikum en félagið ákvað nýlega að taka þær aftur í notkun þar sem eftirspurn eftir flugi til og frá Doha er farið að aukast á ný.

Qatar Airways mun byrja að fljúga risaþotunum aftur um miðjan desember og verða þær notaðar meðal annars í flugi til London Heathrow og til Parísar.

Fyrsta Airbus A380 risaþotan hjá Qantas er þessa stundina á leið til Sydney frá Dresden í Þýskalandi

Ein ástæða þess að Qatar Airways sótti risaþoturnar er sú að nítján af nýju Airbus A350 þotunum eru kyrrsettar vegna skoðunar á yfirborði á klæðningu á vélunum

Fyrsta risaþotan sem Qantas hefur sótt hafði verið í geymslu í Los Angeles frá því í mars í fyrra en þotunni var flogið þaðan til Dresden í ágúst sl. þar sem skipt var um sæti og farþegarýmið endurnýjað.

Fyrsta áætlunarflug Qantas með Airbus A380 eftir faraldurinn mun hefjast þann 1. apríl 2022 og þá ætlar félagið að vera búið að bæta þremur við til viðbótar í leiðarkerfið fyrir nóvember árið 2022.

Qantas hefur 12 risaþotur í flotanum en félagið gerir ráð fyrir að tíu af þeim eigi eftir að snúa aftur í háloftin á meðan tvær verða endanlega teknar úr umferð.

Þá flaug British Airways í dag þjálfunarflug með Airbus A380 til þess að undirbúa flugmenn og áhafnir fyrir fyrstu áætlunarflugin en flugfélagið breska ætlar að nota risaþoturnar fyrst um sinn í flugi yfir Atlantshafið til Ameríku auk þess sem félagið mun fljúga þeim til Dubai.  fréttir af handahófi

Rekstur Sukhoi og MiG sameinaður

3. desember 2021

|

Rekstur tveggja rússneskra flugvélaframleiðanda, Sukhoi og MiG, mun á næstunni sameinast í eitt fyrirtæki sem verður undir stjórn UAC (United Aircraft Corporation) flugvélasamsteypunnar.

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

Boeing afhenti 34 þotur í nóvember

14. desember 2021

|

Boeing afhent 34 flugvélar til viðskiptavina sinna í nóvember síðastliðnum en á sama tíma fékk framleiðandinn pantanir í 109 þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við hávaða í nýju hverfi sem mun rísa beint undir aðfluginu

18. janúar 2022

|

Stjórn flugvallarins í áströlsku borginni Brisbane hafa beðið borgarstjórn borgarinnar að sjá til þess að þeir íbúar, sem koma til með að kaupa nýjar íbúðir í nýju hverfi sem er að rísa í borginni,

Fresta flugi í 2 mánuði vegna skorts á flugvélum

18. janúar 2022

|

Úkraínska flugfélagið Air Ocean Airlines hefur neyðst til þess að fella niður allt áætlunarflug í tvo mánuði vegna skorts á flugvélum sem er tilkomið vegna viðhaldsskoðana og seinkunar á afhendingum

Næst lengsta flug í heimi tekið upp að nýju

18. janúar 2022

|

Singapore Airlines ætlar að hefja á ný næst lengsta áætlunarflug í heimi en flugfélagið mun á næstunni byrja aftur að bjóða upp á flug á milli Singapore og New York.

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00