flugfréttir

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 19:02

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfingum þeirra.

Seeing Machinses sérhæfir sig í augnskannatækni og þróar meðal annars tækjabúnað sem getur greint andlegt ástand og þreytu meðal fólks með því að mæla og skanna ástand á augum og fylgjast með hreyfingum þeirra.

Collins Aerospace mun fá aðgang að sjóntækjabúnaði Seeing Machines og úrvinnslukerfi og njóta tækniþekkingar fyrirtækisins á sviði mannlegrar geta.

„Þessi tækni mun færa flugöryggi upp á annað stig þar sem hægt verður að meta betur árverkni og vitund flugmanna með búnaði sem les í sjáaldur augnanna. Á meðan flest flugfélög nota ferla til þess að greina þreytu meðal flugmanna þá mun þetta aðstoða betur við að meta þreytustig og alvarleika þreytunnar“, segir í yfirlýsingu frá Seeing Machines.

Augnskannar geta fylgst með hreyfingu á augum flugmanna

Þreyta meðal flugmanna er vandamál sem flugiðnaðurinn hefur tekið traustari tökum undanfarin ár á sama tíma og stórar flugvélar eru farnar að koma með aukið flugþol með tækni sem gerir þeim kleift að fljúga mun lengri fjarlægðir á milli heimshorna.

Augnskannar geta fylgst með hreyfingu á augum flugmanna og með nýjustu tækni getur slíkur búnaður greint hvort að þeir séu farnir að verða þreyttir og hvort þreytan sé komin á það stig að það geti haft áhrif á einbeitingu þeirra.

„Að gera sér grein fyrir andlegu ástandi flugmanna hverju sinni er mjög mikilvægt“, segir Christopher Blanc, varaforstjóri Collins Aerospace, sem bætir því við að umhverfið í stjórnklefanum og líðan flugmanna skipti einnig miklu máli er kemur að hönnun á flugstjórnarklefa. - „Þetta samstarf mun einnig auðvelda okkur að greina starfsaðferðir flugmanna betur er kemur að hönnun“.  fréttir af handahófi

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Bæði dekkin á nefhjólinu sprungu í lendingu

28. október 2021

|

Engan sakaði er bæði dekkin á nefhjóli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 sprungu í lendingu á flugvellinum í borginni Medina í Sádí-Arabíu fyrr í vikunni.

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic íhugar A220-500 ef hún kemur á markaðinn

1. desember 2021

|

Flugfélagið airBaltic segir að verið sé að skoða möguleikann á því að leggja inn pöntun í Airbus A220-500 sem yrði lengsta útgáfan af A220 þotunni (CSeries) ef Airbus ákveður að hefja framleiðslu á þ

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Enn og aftur reynt að stofna nýtt flugfélag í Nígeríu

29. nóvember 2021

|

Enn og aftur stendur til að koma á fót nýju þjóðarflugfélagi í Nígeríu en Hadi Sirika, flugmálaráðherra landsins, segir að verið sé að undirbúa stofnun flugfélagsins Nigeria Air.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

Ónýt og óflughæf Sukhoi-þota til sölu á uppboði

21. nóvember 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 verður seld á uppboði í Rússlandi á næstunni en þotan er skemmd eftir óhapp sem átti sér stað í lendingu árið 2018 á flugvellinum í rússnesku borginni Yaku

Samið um framkvæmdir á nýrri akbraut flugvéla í Keflavík

20. nóvember 2021

|

Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Isavia hlýtur ISO 14001 umhverfisvottun

18. nóvember 2021

|

Isavia ohf. hlaut á dögunum ISO 14001 umhverfisvottun. Við innleiðingu á þessum umfangsmikla umhverfisstjórnunarstaðli voru umhverfisþættir í starfsemi fyrirtækisins greindir, komið á vöktun og stýrin

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00