flugfréttir
Eina virka A340-500 breiðþotan í heiminum flýgur á ný
- Azerbaijan Airlines byrjar að fljúga fyrrum langdrægustu breiðþotu heims

Airbus A340-500 þota frá Azerbaijan Airlines
Eina Airbus A340-500 þotan sem hefur verið í áætlunarflugi er aftur farin að fljúga á ný en þessi undirtegund af Airbus A340 þotunni er gott sem alveg horfin úr háloftunum.
Það er flugfélagið Azerbaijan Airlines sem er farið að fljúga þotunni aftur en félagið hefur haft eina
slíka þotu í flotanum sem flaug á milli Baku og Moskvu í fyrra auk þess sem þotan var notuð
í flugi til tyrknesku borgarinnar Bodrum.
Azerbaijan Airlines kyrrsetti A340-500 þoturnar sínar tvær í september í fyrra en byrjaði að fljúga þotunum
á ný þann 28. desember sl. á milli Baku og Dubai en óvíst er þó hversu lengi félagið mun nota þoturnar.
Alls voru 32 þotur framleiddar hjá Airbus af gerðinni A340-500 en sú fyrsta var afhent árið 2004
til Emirates sem notaði þotuna í flugi á mjög löngum flugleiðum en þotan hefur flugdrægi upp á tæpa
17.000 kílómetra og var á sínum tíma langdrægasta breiðþota heims.
Þar af leiðandi var þotan notuð fyrir lengsta áætlunarflug heims sem var flogið af Singapore Airlines
sem notaði A340-500 í flugið á milli Singapore og Newark í Bandaríkjunum.
Meðal flugfélaga sem höfðu Airbus A340-500 í flota sínum voru Air Canada, Arik Air, Emirates, Etihad
Airways, Singapore Airlines, TAM Airlines og portúgalska flugvélaleigan Hi Fly.


28. febrúar 2022
|
Finnska flugfélagið Finnair vinnur nú að því að endurmeta leiðarkerfi sitt þar sem félagið hefur neyðst til þess að fella niður áætlunarflug til allra áfangastaða sinna í Asíu þar sem að lofthelginn

29. mars 2022
|
Tim Clark, forstjóri Emirates, segir að skorur á afgreiðsluplássum á flugvöllum og gríðarleg aukning í eftirspurn eftir flugsætum réttlæti hiklaust endurkomu risaþotnanna Airbus A380 hjá flugfélaginu

19. apríl 2022
|
Kínverska flugfélagið China Eastern Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737-800 þotunum en flugfélagið kyrrsetti þær allar í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 21. mars eftir að e

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.