flugfréttir

Tvær Boeing 777-300ER fraktþotur á leið í flota Bluebird

- Önnur þotan var áður í flota Emirates sem farþegaþota

5. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 16:21

Boeing 777-300ER er stærsta útgáfan af Boeing 777 þotunum

Fraktflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að taka í notkun tvær Boeing 777F fraktþotur sem munu bætast við flota félagsins sem í dag samanstendur eingöngu af minni fraktþotum af gerðinni Boeing 737.

Þoturnar eru af gerðinni Boeing 777-300ER og verður þeim breytt í fraktflugvélar en í dag eru þrjú fyrirtæki í heiminum sem hafa öll nýverið byrjað að breyta Boeing 777 farþegaþotum yfir í fraktþotur og þar af tvö fyrirtæki sem sérhæfa sig í breytingu á -300ER tegundinni.

Önnur þotan mun koma til með að bera skráninguna TF-BBB en sú þota er 13 ára gömul og var þotan áður í flota Emirates sem fékk hana afhenta nýja árið 2009.

TF-BBB var áður í eigu DVB Bank í Þýskalandi og hefur hún verið í tæpt ár í langtímageymslu í Marana Pinal Airpark í Arizona í Bandaríkjunum. Þotan er skráð í dag með staðsetningu í Everett í Washington.

Mynd af þotunni sem Bluebird Nordic á von á því að fá í flotann. VP-CVB í geymslu í Marana Pinal Airpark í október 2021 / Ljósmynd: AirTeamImages

TF-BBB er tekin á leigu hjá flugvélaleigunni STLC Europe Twenty Five Leasing Limited á Írlandi og kemur fram að þoturnar verða komnar í notkun hjá Bluebird árið 2024.

Stutt er síðan að byrjað var að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotum í fraktþotur en það er ísraelska fyrirtækið Israel Aerospace Industries (IAI) sem hóf í fyrra að breyta þessari stærstu útgáfu af Boeing 777 í fraktþotur í samstarfi við AerCap flugvélaleiguna.

Þrjú fyrirtæki í heiminum vinna nú að því í dag að breyta Boeing 777-300ER þotum yfir í fraktþotur en auk IAI, sem breytir sínum þotum í fraktþotur í Suður-Kóreu, þá er slíkt verkefni einnig í gangi hjá Sequoia Aircraft í Wichita í Kansas og þá byrjaði Mammoth Freighter nýverið á slíku verkefni.  fréttir af handahófi

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við hávaða í nýju hverfi sem mun rísa beint undir aðfluginu

18. janúar 2022

|

Stjórn flugvallarins í áströlsku borginni Brisbane hafa beðið borgarstjórn borgarinnar að sjá til þess að þeir íbúar, sem koma til með að kaupa nýjar íbúðir í nýju hverfi sem er að rísa í borginni,

Fresta flugi í 2 mánuði vegna skorts á flugvélum

18. janúar 2022

|

Úkraínska flugfélagið Air Ocean Airlines hefur neyðst til þess að fella niður allt áætlunarflug í tvo mánuði vegna skorts á flugvélum sem er tilkomið vegna viðhaldsskoðana og seinkunar á afhendingum

Næst lengsta flug í heimi tekið upp að nýju

18. janúar 2022

|

Singapore Airlines ætlar að hefja á ný næst lengsta áætlunarflug í heimi en flugfélagið mun á næstunni byrja aftur að bjóða upp á flug á milli Singapore og New York.

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00