flugfréttir
Tvær Boeing 777-300ER fraktþotur á leið í flota Bluebird
- Önnur þotan var áður í flota Emirates sem farþegaþota

Boeing 777-300ER er stærsta útgáfan af Boeing 777 þotunum
Fraktflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að taka í notkun tvær Boeing 777F fraktþotur sem munu bætast við flota félagsins sem í dag samanstendur eingöngu af minni fraktþotum af gerðinni Boeing 737.
Þoturnar eru af gerðinni Boeing 777-300ER og verður þeim breytt í fraktflugvélar en í dag eru þrjú fyrirtæki í heiminum sem hafa öll nýverið byrjað að breyta Boeing 777 farþegaþotum yfir í fraktþotur og þar af tvö fyrirtæki sem sérhæfa sig í breytingu á -300ER tegundinni.
Önnur þotan mun koma til með að bera skráninguna TF-BBB en sú þota er 13 ára gömul og
var þotan áður í flota Emirates sem fékk hana afhenta nýja árið 2009.
TF-BBB var áður í eigu DVB Bank í Þýskalandi og hefur hún verið í tæpt ár í langtímageymslu í
Marana Pinal Airpark í Arizona í Bandaríkjunum. Þotan er skráð í dag með staðsetningu í
Everett í Washington.

Mynd af þotunni sem Bluebird Nordic á von á því að fá í flotann. VP-CVB í geymslu í Marana Pinal Airpark í október 2021 / Ljósmynd: AirTeamImages
TF-BBB er tekin á leigu hjá flugvélaleigunni STLC Europe Twenty Five Leasing Limited á Írlandi og
kemur fram að þoturnar verða komnar í notkun hjá Bluebird árið 2024.
Stutt er síðan að byrjað var að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotum í fraktþotur en það
er ísraelska fyrirtækið Israel Aerospace Industries (IAI) sem hóf í fyrra að breyta þessari stærstu
útgáfu af Boeing 777 í fraktþotur í samstarfi við AerCap flugvélaleiguna.
Þrjú fyrirtæki í heiminum vinna nú að því í dag að breyta Boeing 777-300ER þotum yfir í fraktþotur
en auk IAI, sem breytir sínum þotum í fraktþotur í Suður-Kóreu, þá er slíkt verkefni einnig í gangi hjá Sequoia Aircraft í Wichita í Kansas og þá byrjaði Mammoth Freighter nýverið á slíku verkefni.


22. apríl 2022
|
Scott Kirby, framkvæmdarstjóri United Airlines, segir að skortur á flugmönnum vestanhafs gæti komið í veg fyrir að bandarísk flugfélög geti aukið umsvif sín á næstu fimm árum í takt við aukna eftirsp

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.