flugfréttir

Tvær Boeing 777-300ER fraktþotur á leið í flota Bluebird

- Önnur þotan var áður í flota Emirates sem farþegaþota

5. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 16:21

Boeing 777-300ER er stærsta útgáfan af Boeing 777 þotunum

Fraktflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að taka í notkun tvær Boeing 777F fraktþotur sem munu bætast við flota félagsins sem í dag samanstendur eingöngu af minni fraktþotum af gerðinni Boeing 737.

Þoturnar eru af gerðinni Boeing 777-300ER og verður þeim breytt í fraktflugvélar en í dag eru þrjú fyrirtæki í heiminum sem hafa öll nýverið byrjað að breyta Boeing 777 farþegaþotum yfir í fraktþotur og þar af tvö fyrirtæki sem sérhæfa sig í breytingu á -300ER tegundinni.

Önnur þotan mun koma til með að bera skráninguna TF-BBB en sú þota er 13 ára gömul og var þotan áður í flota Emirates sem fékk hana afhenta nýja árið 2009.

TF-BBB var áður í eigu DVB Bank í Þýskalandi og hefur hún verið í tæpt ár í langtímageymslu í Marana Pinal Airpark í Arizona í Bandaríkjunum. Þotan er skráð í dag með staðsetningu í Everett í Washington.

Mynd af þotunni sem Bluebird Nordic á von á því að fá í flotann. VP-CVB í geymslu í Marana Pinal Airpark í október 2021 / Ljósmynd: AirTeamImages

TF-BBB er tekin á leigu hjá flugvélaleigunni STLC Europe Twenty Five Leasing Limited á Írlandi og kemur fram að þoturnar verða komnar í notkun hjá Bluebird árið 2024.

Stutt er síðan að byrjað var að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotum í fraktþotur en það er ísraelska fyrirtækið Israel Aerospace Industries (IAI) sem hóf í fyrra að breyta þessari stærstu útgáfu af Boeing 777 í fraktþotur í samstarfi við AerCap flugvélaleiguna.

Þrjú fyrirtæki í heiminum vinna nú að því í dag að breyta Boeing 777-300ER þotum yfir í fraktþotur en auk IAI, sem breytir sínum þotum í fraktþotur í Suður-Kóreu, þá er slíkt verkefni einnig í gangi hjá Sequoia Aircraft í Wichita í Kansas og þá byrjaði Mammoth Freighter nýverið á slíku verkefni.  fréttir af handahófi

Bandarísk flugfélög glíma við skort á flugmönnum

22. apríl 2022

|

Scott Kirby, framkvæmdarstjóri United Airlines, segir að skortur á flugmönnum vestanhafs gæti komið í veg fyrir að bandarísk flugfélög geti aukið umsvif sín á næstu fimm árum í takt við aukna eftirsp

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.