flugfréttir
British Airways snýr aftur til Ástralíu eftir 2 ára hlé
- Hefja flug að nýju á milli London og Sydney í mars

Boeing 787-9 Dreamliner-þota frá British Airways á Heathrow-flugvellinum í London
British Airways ætlar að hefja á ný áætlunarflug á milli London og Sydney í Ástralíu en þessi flugleið, sem oft hefur verið nefnd „kengúruleiðin“, hefur legið niðri í 2 ár vegna heimsfaraldursins.
Samkvæmt vefsíðu British Airways þá stefnir flugfélagið á að hefja
flug að nýju til Sydney frá London Heathrow þann 27. mars næstkomandi.
Flogið verður með Dreamliner-þotum af gerðinni Boeing 787-9 og verður
haft viðdvöl á leiðinni í Singapore en flugið tekur alls 22 klukkustundir
og 50 mínútur.
British Airways hefur flogið í áratugi á milli Lundúna og Sydney og lengst
af var flogið með Boeing 747 júmbó-þotum þar til þær voru teknar úr
umferð árið 2020.
British Airways gerði hlé á fluginu til Sydney í apríl árið 2020 eftir
að áströlsk stjórnvöld settu á strangar ferðatakmarkanir vegna
faraldursins.


11. apríl 2022
|
Airbus reynir nú að markaðssetja Airbus A220 þotuna í Suður-Ameríku og hefur ein slík þota, í litum SWISS International Air Lines, verið send til Suður-Ameríku þar sem hún mun túra um álfuna í 3 viku

8. apríl 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines segist vera tilbúið að hefja viðræður við JetBlue sem kom í vikunni með óvænt tilboð í félagið eftir að Spirit Airlines hafði tilkynnt fyrirhugaðan samr

29. mars 2022
|
Tim Clark, forstjóri Emirates, segir að skorur á afgreiðsluplássum á flugvöllum og gríðarleg aukning í eftirspurn eftir flugsætum réttlæti hiklaust endurkomu risaþotnanna Airbus A380 hjá flugfélaginu

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.