flugfréttir
Ryanair hættir að fljúga um Frankfurt

Boeing 737-800 þota Ryanair á flugvellinum í Dublin
Ryanair segir að félagið hafi tekið ákvörðun um að pakka saman og hætta að fljúga um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi.
Ástæðan er sögð vera þar sem flugvallargjöld hafa hækkað það mikið að ekki er lengur arðbært að fljúga um Frankfurt-flugvöll
og ætlar félagið að færa fimm flugvélar, sem hafa verið staðsettar í Frankfurt, til annarra flugvalla í leiðarkerfinu.
Ryanair sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að hagstæður rekstur og samkeppnishæf flugvallargjöld
sé lykilatriðið á þessum tímum þar sem flugfélög berjast við að koma sér út úr heimsfaraldrinum.
„Í stað þess að aðlaga sig að því að stuðla að vexti í fluginu þá hefur Frankfurt-flugvöllur ákveðið að fæla í burtu flugfélög með tilheyrandi
fækkun starfa með því að hækka gjöldin“, segir í yfirlýsingu en Ryanair mun hætt að fljúga um Frankfurt frá og með 31. mars næstkomandi.
Þrátt fyrir þetta þá stefnir Ryanair á áframhaldandi útrás í Evrópu fyrir sumarið 2022 með tilkomu afhendinga á 65 þotum
af gerðinni Boeing 737 MAX 200 og kemur fram að fjölmargir flugvellir séu tilbúnir að taka við áætlunarflugferðum frá Ryanair.
Talsmaður Frankfurt-flugvallar segist harma ákvörðun Ryanair en tekur fram að hækkunin sé svipuð og verið hefur sl. ár
og sé um 4.3% hækkun að ræða á flugvallargjöldum.


16. mars 2022
|
Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á árinu 2021 var neikvæð um 4,7 milljarða króna samanborið við neikvæða rekstrarafkomu upp á 10,1 milljarð króna árið 2020.

21. mars 2022
|
Talið er að enginn hafi komist lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá kínverska flugfélaginu China Eastern Airlines fórst er hún var í innanlandsflugi í Kína í morgun.

29. mars 2022
|
Félag bandarískra atvinnuflugmanna (ALPA) hefur fordæmt ákvörðun flugfélagsins SkyWest Airlines sem tilkynnti á dögunum að til stæði að hætta að fljúga til 29 minni borga í Bandaríkjunum.

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.