flugfréttir

Hafa flogið 18.000 flugferðir með nánast tómar flugvélar

- Fljúga með örfáa farþega til þess að halda lendingarplássunum

9. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 20:41

Airbus A320 þota frá Lufthansa í lendingu á Frankfurt-flugvelli í Þýskalandi

Lufthansa og dótturfélag Lufthansa Group hafa til samans flogið 18.000 óþarfa flugferðir með nánast tómar flugvélar það sem af er vetri í þeim tilgangi að halda lendingarplássum sínum á flugvöllum.

Vegna heimsfaraldursins hafa flest flugfélög lent í því sl. misseri að þurfa að aflýsa flugferðum vegna dræmrar eftirspurnar í farþegaflugi vegna ferðatakmarkana en margir flugvellir hafa strangar reglugerðir er kemur að rétti flugfélaga til þess að viðhalda plássum á flugvöllum.

Margir flugvellir hafa ekki breytt út af vananum í þeim efnum eða gert undantekningar sem hefur valdið því að sum flugfélög hafa ákveðið að fljúga því nánast tómum flugvélum með örfáa og stundum engar farþega um borð í stað þess að taka hættu á að missa plássin.

Fram kemur að Brussels Airlines, dótturfélag Lufthansa Group, hafi í vetur flogið yfir 3.000 óþarfa flugferðir með örfáa farþega um borð sem félagið hefði annars aflýst ef ekki væri fyrir að halda lendingarplássunum á flugvöllunum.

Þetta hefur valdið því að ríkisstjórn Belgíu hefur sent erindi til Evrópusambandsins þar sem hvatt er til þess að endurskoða reglugerðir er varða notkun lendingarplássa í þeim tilgangi að draga úr óþarfa flugferðum með tilheyrandi mengun og kolefnaútblæstri.

Fram kemur að farið sé fram á að flugfélög verði að nýta að minnsta kosti 80% af flugtaks- og lendingarplássum sínum á flugvöllum í Evrópu ef þau vilja ekki eiga á hættu að missa plássin. Við upphaf faraldursins var krafan lækkuð niður í 50 prósent hlutfall en það er samt sem áður langt yfir þann fjölda flugferða sem mörg flugfélög hafa þurft að fljúga þar sem eftirspurnin hefur enn ekki náð sér á strik vegna COVID-19.

Georges Gilginet, ferðamálaráðherra Belgíu, hefur skrifað bréf til Adina Valean, samgöngumálafulltrúa Evrópusambandsins, með erindi varðandi málið þar sem fram kemur að reglugerðin og krafan varðandi afnot af plássum á flugvöllum væri alls ekki í samræmi við aðstæðurnar í dag út frá efnahagslegu og visfræðilegu sjónarmiði og þyrfi að slaka á kröfunum enn frekar til þess að veita flugfélögum enn meiri sveiganleika sem þau þurfa á að halda.

Lufthansa telur að félagið eigi eftir að þurfa að aflýsa 33.000 flugferðum fyrir lok mars vegna samdráttar í bókunum á flugsætum í tengslum við Ómikron-afbrigðisins.  fréttir af handahófi

777 Partners panta 30 Boeing 737 MAX þotur

7. desember 2021

|

Boeing hefur fengið pöntun í 30 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX en viðskiptavinurinn er bandaríska fjárfestingarfyrirtækið 777 Partners.

Blue Panorama á Ítalíu hættir starfsemi

27. október 2021

|

Ítalska flugfélagið Blue Panorama hefur hætt starfsemi sinni og aflýst öllu flugi. Er þetta því fjórða flugfélagið á Ítalíu sem hættir starfsemi sinni frá því að heimsfaraldurinn hófst.

Isavia hlýtur ISO 14001 umhverfisvottun

18. nóvember 2021

|

Isavia ohf. hlaut á dögunum ISO 14001 umhverfisvottun. Við innleiðingu á þessum umfangsmikla umhverfisstjórnunarstaðli voru umhverfisþættir í starfsemi fyrirtækisins greindir, komið á vöktun og stýrin

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við hávaða í nýju hverfi sem mun rísa beint undir aðfluginu

18. janúar 2022

|

Stjórn flugvallarins í áströlsku borginni Brisbane hafa beðið borgarstjórn borgarinnar að sjá til þess að þeir íbúar, sem koma til með að kaupa nýjar íbúðir í nýju hverfi sem er að rísa í borginni,

Fresta flugi í 2 mánuði vegna skorts á flugvélum

18. janúar 2022

|

Úkraínska flugfélagið Air Ocean Airlines hefur neyðst til þess að fella niður allt áætlunarflug í tvo mánuði vegna skorts á flugvélum sem er tilkomið vegna viðhaldsskoðana og seinkunar á afhendingum

Næst lengsta flug í heimi tekið upp að nýju

18. janúar 2022

|

Singapore Airlines ætlar að hefja á ný næst lengsta áætlunarflug í heimi en flugfélagið mun á næstunni byrja aftur að bjóða upp á flug á milli Singapore og New York.

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00