flugfréttir
Hafa flogið 18.000 flugferðir með nánast tómar flugvélar
- Fljúga með örfáa farþega til þess að halda lendingarplássunum

Airbus A320 þota frá Lufthansa í lendingu á Frankfurt-flugvelli í Þýskalandi
Lufthansa og dótturfélag Lufthansa Group hafa til samans flogið 18.000 óþarfa flugferðir með nánast tómar flugvélar það sem af er vetri í þeim tilgangi að halda lendingarplássum sínum á flugvöllum.
Vegna heimsfaraldursins hafa flest flugfélög lent í því sl. misseri að þurfa að aflýsa flugferðum vegna dræmrar eftirspurnar
í farþegaflugi vegna ferðatakmarkana en margir flugvellir hafa strangar reglugerðir er kemur að rétti flugfélaga til þess að viðhalda plássum á flugvöllum.
Margir flugvellir hafa ekki breytt út af vananum í þeim efnum eða gert undantekningar sem hefur valdið því að sum flugfélög
hafa ákveðið að fljúga því nánast tómum flugvélum með örfáa og stundum engar farþega um borð í stað þess að taka hættu á að missa plássin.
Fram kemur að Brussels Airlines, dótturfélag Lufthansa Group, hafi í vetur flogið yfir 3.000 óþarfa flugferðir með örfáa farþega
um borð sem félagið hefði annars aflýst ef ekki væri fyrir að halda lendingarplássunum á flugvöllunum.
Þetta hefur valdið því að ríkisstjórn Belgíu hefur sent erindi til Evrópusambandsins þar sem hvatt er til þess að endurskoða
reglugerðir er varða notkun lendingarplássa í þeim tilgangi að draga úr óþarfa flugferðum með tilheyrandi mengun og kolefnaútblæstri.
Fram kemur að farið sé fram á að flugfélög verði að nýta að minnsta kosti 80% af flugtaks- og lendingarplássum sínum á flugvöllum í Evrópu ef þau vilja ekki eiga á hættu að missa plássin. Við upphaf faraldursins var krafan lækkuð niður í 50 prósent
hlutfall en það er samt sem áður langt yfir þann fjölda flugferða sem mörg flugfélög hafa þurft að fljúga þar sem eftirspurnin
hefur enn ekki náð sér á strik vegna COVID-19.
Georges Gilginet, ferðamálaráðherra Belgíu, hefur skrifað bréf til Adina Valean, samgöngumálafulltrúa Evrópusambandsins,
með erindi varðandi málið þar sem fram kemur að reglugerðin og krafan varðandi afnot af plássum á flugvöllum væri
alls ekki í samræmi við aðstæðurnar í dag út frá efnahagslegu og visfræðilegu sjónarmiði og þyrfi að slaka á kröfunum enn
frekar til þess að veita flugfélögum enn meiri sveiganleika sem þau þurfa á að halda.
Lufthansa telur að félagið eigi eftir að þurfa að aflýsa 33.000 flugferðum fyrir lok mars vegna samdráttar í bókunum á flugsætum
í tengslum við Ómikron-afbrigðisins.


25. mars 2022
|
Airbus telur að flugfélög á Indlandi þurfi á yfir 2.000 flugvélum að halda á næstu 20 árum til þess að mæta vaxandi eftirspurn í farþegaflugi en þess má geta að seinasta spá Airbus gerði ráð fyrir 1.8

11. maí 2022
|
Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

29. mars 2022
|
Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS. Hann hefur störf í apríl. Hans er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá IHK í Kaupmannahöfn og er í MBA námi í

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.