flugfréttir

Flugvél nauðlenti á lestarteinum og varð fyrir lest

- Rétt náðu að bjarga flugmanninum frá borði áður en lestin kom

10. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:09

Atvikið átti sér stað í San Fernando dalnum skammt norður af Los Angeles í gær

Litlu munaði að illa færa fyrir flugmanni sem hafði nauðlent á lestarteinum í San Fernando dalnum skammt norður af Los Angeles í gær en björgunarlið og lögregla rétt náðu að bjarga flugmanninum frá borði áður en lest kom og klessti á flugvélina.

Atvikið átti sér stað í gær en en flugvélin fór í loftið frá Whiteman flugvellinum í bænum Pacoima. Skömmu eftir flugtak komu upp gangtruflanir í mótornum sem varð til þess að flugmaðurinn varð að nauðlenda vélinni og lenti henni með fram lestarteinum.

Lögreglustöð er staðsett rétt hjá slysstaðnum og var lögregla og sjúkralið tiltölulega fljót að mæta á staðinn og var gerð tilraun til þess að stöðva allar lestarferðir á þessari lestarleið á meðan var verið að bjarga flugmanninum úr brakinu en hann slasaðist við nauðlendinguna.

Þegar björgunaraðgerðir stóðu yfir heyrði björgunarlið í lestinni sem var á leiðinni og er talið að það liðu 5 - 6 sekúndur frá því þeir náðu flugmanninum frá borði og þar til lestin kom og klessti á flugvélina.

Vegfarendur náðu árekstrinum á myndband og má sjá hvar braki rigndi yfir stórt svæði. Flugvélin er gjörónýt og var flakið fjarlægt síðar um daginn. Flugmaðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann hafði hlotið skurð og fleiri meiðsl.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hafa hafið rannsókn á atvikinu er varðar nauðlendinguna.

Myndband úr líkamsmyndavél lögreglunnar:Myndband úr fréttum CBS Los Angeles:  fréttir af handahófi

777 Partners panta 30 Boeing 737 MAX þotur

7. desember 2021

|

Boeing hefur fengið pöntun í 30 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX en viðskiptavinurinn er bandaríska fjárfestingarfyrirtækið 777 Partners.

Tvö tilboð bárust í viðbyggingar á Akureyrarflugvelli

4. nóvember 2021

|

Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin bárust frá verktakafyrirtækjunum Húsheild og Hyrna. Tilboð Húsheildar hljóðar upp á

Augnskannatækni til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna

24. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Collins Aerospace hefur hafið samstarf við ástralska fyrirtækið Seeing Machines um möguleikann á því að nota augnskanna til að skima fyrir þreytu meðal flugmanna og fylgjast með augnhreyfin

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við hávaða í nýju hverfi sem mun rísa beint undir aðfluginu

18. janúar 2022

|

Stjórn flugvallarins í áströlsku borginni Brisbane hafa beðið borgarstjórn borgarinnar að sjá til þess að þeir íbúar, sem koma til með að kaupa nýjar íbúðir í nýju hverfi sem er að rísa í borginni,

Fresta flugi í 2 mánuði vegna skorts á flugvélum

18. janúar 2022

|

Úkraínska flugfélagið Air Ocean Airlines hefur neyðst til þess að fella niður allt áætlunarflug í tvo mánuði vegna skorts á flugvélum sem er tilkomið vegna viðhaldsskoðana og seinkunar á afhendingum

Næst lengsta flug í heimi tekið upp að nýju

18. janúar 2022

|

Singapore Airlines ætlar að hefja á ný næst lengsta áætlunarflug í heimi en flugfélagið mun á næstunni byrja aftur að bjóða upp á flug á milli Singapore og New York.

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00