flugfréttir
Flugvél nauðlenti á lestarteinum og varð fyrir lest
- Rétt náðu að bjarga flugmanninum frá borði áður en lestin kom

Atvikið átti sér stað í San Fernando dalnum skammt norður af Los Angeles í gær
Litlu munaði að illa færa fyrir flugmanni sem hafði nauðlent á lestarteinum í San Fernando dalnum skammt norður af Los Angeles í gær en björgunarlið og lögregla rétt náðu að bjarga flugmanninum frá borði áður en lest kom og klessti á flugvélina.
Atvikið átti sér stað í gær en en flugvélin fór í loftið frá Whiteman flugvellinum í bænum Pacoima. Skömmu eftir flugtak komu upp gangtruflanir í mótornum sem varð til þess að flugmaðurinn varð að nauðlenda vélinni og lenti henni með fram lestarteinum.
Lögreglustöð er staðsett rétt hjá slysstaðnum og var lögregla og sjúkralið tiltölulega fljót að mæta á staðinn og var gerð
tilraun til þess að stöðva allar lestarferðir á þessari lestarleið á meðan var verið að bjarga flugmanninum úr brakinu
en hann slasaðist við nauðlendinguna.
Þegar björgunaraðgerðir stóðu yfir heyrði björgunarlið í lestinni sem var á leiðinni og er talið að það liðu 5 - 6 sekúndur
frá því þeir náðu flugmanninum frá borði og þar til lestin kom og klessti á flugvélina.
Vegfarendur náðu árekstrinum á myndband og má sjá hvar braki rigndi yfir stórt svæði. Flugvélin er gjörónýt og var flakið
fjarlægt síðar um daginn. Flugmaðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann hafði hlotið skurð og fleiri meiðsl.
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hafa hafið rannsókn á atvikinu
er varðar nauðlendinguna.
Myndband úr líkamsmyndavél lögreglunnar:
Myndband úr fréttum CBS Los Angeles:


30. mars 2022
|
Qatar Airways telur að vandamálið með málningarvinnuna á nýju Airbus A350 þotunum geti skapað hættu á því að eldur komi upp í eldsneytistönkum vélanna.

25. apríl 2022
|
Ítalska flugfélagið ITA Airways undirbýr sig nú við að hefja flugrekstur með fyrstu Airbus A350-900 breiðþotunum.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.