flugfréttir

Fara fram á 79 milljarða í skaðabætur frá Airbus

10. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:52

Airbus A350 þota frá Qatar Airways

Flugfélagið Qatar Airways fer fram á yfir 600 milljóna dollara skaðabætur frá Airbus vegna galla í yfirlagi og frágangi á málningu á skrokk á fjölmörgum nýjum Airbus A350-900 þotum en upphæðin janfgildir yfir 79 milljörðum króna.

Samkvæmt dómsgögnum þá segir að vandamálið sé að hafa skaðleg áhrif á rekstur Qatar Airways sem nemur 517 milljónum króna á hverjum degi þar sem félagið hefur kyrrsett næstum helminginn af Airbus A350-900 þotunum vegna vandans.

Qatar Airways og Airbus hafa átt í miklkum deilum sl. mánuð vegna galla í yfirlagi í málningu á Airbus A350-900 þotunum, vegna sprungna við glugga vélanna og þá segir Qatar Airways að tæring sé komin fram í himnu sem virkar sem eldingavörn á þotunum.

Qatar Airways segir að flugmálayfirvöld í Katar hafi skipað félaginu til þess að kyrrsetja 21 þotu af þeim 53 sem félagið hefur fengið afhentar og vegna þessa hefur Qatar Airways höfðað mál við dómsstól í London þar sem farið er fram á skaðabætur upp á 79 milljarða króna.

Airbus varð samt sem áður fyrr til í að höfða mál þar sem framleiðandinn kærði Qatar Airways fyrir að flokka vandamálið sem öryggisatriði af þeirri stærðargráðu að það varði lofthæfni flugvélanna þar sem slíkt gæti skaðað orðstýr Airbus A350 þotanna en flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) segja að þeir hafi ekki fengið neitt inn á borð varðandi öryggisatriði vélanna.

Qatar Airways hefur verið lengi þekkt fyrir að vera mjög kröfuharður viðskiptavinur og hefur Airbus áður fengið athugasemdir frá flugfélaginu í hausinn varðandi ýmiss smáatriði á meðan önnur flugfélög hafa ekki kvartað yfir þeim þotum sem þau hafa fengið afhentar af sömu tegund.

Í kjölfar óánægju meðal Qatar Airways þá hafa að vísu fimm önnur flugfélög komið fram sem segjast hafa orðið vör við atriði á Airbus A350 þotunum en engin af þeim hafa gripið til þess ráðst að kyrrsetja þoturnar líkt og Qatar Airways.  fréttir af handahófi

Laumufarþegi lifði af dvöl í hjólarými í 33.000 fetum

29. nóvember 2021

|

Laumufarþegi, sem hafði dúsað í tvær og hálfa klukkustund í hjólarými á Boeing 737-800 þotu hjá American Airlines, lifði af flugferð í 33.000 fetum yfir Mexíkflóann sl. helgi og var heill á húfi er s

Hafa fengið 2.300 umsóknir frá flugmönnum á einni viku

22. október 2021

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways segir að félaginu hafi borist gríðarlegur fjöldi af umsóknum frá flugmönnum sem óska eftir því að fá starf hjá félaginu.

Rússar hefja smíði á vængjum fyrir fyrstu CR929 breiðþotuna

23. nóvember 2021

|

Rússneska fyrirtækið AeroComposit, dótturfélag rússnesku flugvélasamsteypunnar United Aircraft Corporation (UAC), hefur hafist handa við smíði á fyrstu einungunni sem Rússar framleiða fyrir fyrstu pr

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við hávaða í nýju hverfi sem mun rísa beint undir aðfluginu

18. janúar 2022

|

Stjórn flugvallarins í áströlsku borginni Brisbane hafa beðið borgarstjórn borgarinnar að sjá til þess að þeir íbúar, sem koma til með að kaupa nýjar íbúðir í nýju hverfi sem er að rísa í borginni,

Fresta flugi í 2 mánuði vegna skorts á flugvélum

18. janúar 2022

|

Úkraínska flugfélagið Air Ocean Airlines hefur neyðst til þess að fella niður allt áætlunarflug í tvo mánuði vegna skorts á flugvélum sem er tilkomið vegna viðhaldsskoðana og seinkunar á afhendingum

Næst lengsta flug í heimi tekið upp að nýju

18. janúar 2022

|

Singapore Airlines ætlar að hefja á ný næst lengsta áætlunarflug í heimi en flugfélagið mun á næstunni byrja aftur að bjóða upp á flug á milli Singapore og New York.

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00